Á hvaða tímum lifum við? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2005 00:01 Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun