Jafnrétti á erindi við börn 4. apríl 2009 07:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum var samþykktur fyrir 30 árum. Þó margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni er ljóst að jafnrétti er ekki að fullu náð. Til þess þarf hugarfarsbreytingu. Hún verður ekki án þess að styrkja grunninn til framtíðar með því að fræða börnin. Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar menntastofnanir. Þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna og félagsmótun. Höfuðmáli skiptir því að áhersla sé lögð á fræðslu og umræðu um jafnrétti og mannréttindi í öllu skólastarfi, þannig er stutt við málaflokkinn til framtíðar. Í lögum um jafna stöðu og rétt kynjanna er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál. Skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og atvinnulífi. Stórt skref í þessa átt var stigið í fyrra þegar farið var af stað með þróunarverkefnið jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum en það miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum. Að verkefninu standa félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og fimm sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Akureyrarkaupstaður. Menntamálaráðuneytið leggur verkefninu lið ásamt Jafnréttisráði og mörgum styrktaraðilum. Annað markmið verkefnisins er að auka samvinnu innan og milli sveitarfélaga um jafnréttismál, auka upplýsingar um jafnréttisfræðslu og búa til vettvang til að miðla reynslunni af verkefninu. Fimm leikskólar og fimm grunnskólar hafa í vetur unnið tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. Námsstefna þar sem þeir kynna verkefnin verður haldin 26. maí. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsetrinu jafnrettiiskolum.is. Þar er aðgengilegt fjölbreytt efni sem hentar vel til jafnréttisfræðslu í skólastarfi. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er jafnréttisfræðsla í skólum eitt af fimm meginjafnréttisþemum ársins. Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin hér á landi í september 2009. Fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna verða kynnt þar. Þegar samningur SÞ um afnám kynjamismununar var gerður bjuggu margar konur við misrétti. Enn er hann mikilvægt tæki í jafnréttisbaráttunni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið útbjó dagatal í samstarfi við Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótsdalshérað til að marka tímamótin. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, færði undirrituð öllum bekkjardeildum tólf ára nemenda í grunnskólum landsins dagatalið sem daglega áminningu um mikilvægi jafnréttis. Með því að fræða börnin okkar um jafnrétti og mannréttindi gerum við þau meðvituð um mikilvægi þeirra. Með aukinni jafnréttisfræðslu eflum við einnig skilning barna okkar á því að réttindi þessi eru ekki sjálfgefin heldur afrakstur langrar baráttu sem enn á langt í land víða um heim. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum var samþykktur fyrir 30 árum. Þó margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni er ljóst að jafnrétti er ekki að fullu náð. Til þess þarf hugarfarsbreytingu. Hún verður ekki án þess að styrkja grunninn til framtíðar með því að fræða börnin. Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar menntastofnanir. Þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna og félagsmótun. Höfuðmáli skiptir því að áhersla sé lögð á fræðslu og umræðu um jafnrétti og mannréttindi í öllu skólastarfi, þannig er stutt við málaflokkinn til framtíðar. Í lögum um jafna stöðu og rétt kynjanna er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál. Skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og atvinnulífi. Stórt skref í þessa átt var stigið í fyrra þegar farið var af stað með þróunarverkefnið jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum en það miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum. Að verkefninu standa félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og fimm sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Akureyrarkaupstaður. Menntamálaráðuneytið leggur verkefninu lið ásamt Jafnréttisráði og mörgum styrktaraðilum. Annað markmið verkefnisins er að auka samvinnu innan og milli sveitarfélaga um jafnréttismál, auka upplýsingar um jafnréttisfræðslu og búa til vettvang til að miðla reynslunni af verkefninu. Fimm leikskólar og fimm grunnskólar hafa í vetur unnið tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. Námsstefna þar sem þeir kynna verkefnin verður haldin 26. maí. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsetrinu jafnrettiiskolum.is. Þar er aðgengilegt fjölbreytt efni sem hentar vel til jafnréttisfræðslu í skólastarfi. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er jafnréttisfræðsla í skólum eitt af fimm meginjafnréttisþemum ársins. Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin hér á landi í september 2009. Fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna verða kynnt þar. Þegar samningur SÞ um afnám kynjamismununar var gerður bjuggu margar konur við misrétti. Enn er hann mikilvægt tæki í jafnréttisbaráttunni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið útbjó dagatal í samstarfi við Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótsdalshérað til að marka tímamótin. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, færði undirrituð öllum bekkjardeildum tólf ára nemenda í grunnskólum landsins dagatalið sem daglega áminningu um mikilvægi jafnréttis. Með því að fræða börnin okkar um jafnrétti og mannréttindi gerum við þau meðvituð um mikilvægi þeirra. Með aukinni jafnréttisfræðslu eflum við einnig skilning barna okkar á því að réttindi þessi eru ekki sjálfgefin heldur afrakstur langrar baráttu sem enn á langt í land víða um heim. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar