Viðskipti innlent

Fleiri fjárfesta í sprotafyrirtækjum

 Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra opnaði sprotaþingið í gær en þar kynntu sex íslensk fyrirtæki starfsemi sína.  
Fréttablaðið/anton
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra opnaði sprotaþingið í gær en þar kynntu sex íslensk fyrirtæki starfsemi sína. Fréttablaðið/anton

Stór fyrirtækjakaup heyra sögunni til í bili og hafa fjárfestingasjóðir í Evrópu beint sjónum sínum í auknum mæli að fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir Kimberly Romaine, ristjóri breska tímaritsins Unquote.

Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um einkaframtaks- og áhættufjárfestingasjóði í Evrópu og víðar.

Kimberly, sem hélt erindi um fjárfestingasjóðina á sprotaþingi Seed Forum í gær, sagði fjárfestingasjóði hafa safnað dágóðum skildingi upp á síðkastið þrátt fyrir efnahagskreppuna.

Aldrei hafa fleiri fjárfestar verið skráðir á þingið, að sögn Eyþórs Ívars Jónssonar, stjórnarformanns Seed Forum hér á landi.Sex íslensk fyrirtæki kynntu sig og vörur sínar fyrir fjárfestum, viðskiptaenglum, sem margir hverjir hafa áralanga reynslu af rekstri sprotafyrirtækja. Á meðal fyrirtækja sem kynnt hafa starfsemi sína á þinginu á liðnum árum eru CCP, Gokoyoko og Orf líftækni. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×