Eyjagrýla FH-inga lifir góðu lífi í Heimaey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 17:15 FH-ingar hafa farið í sjö fýluferðir í röð út í Eyjar. Vísir/Bára ÍBV tekur á móti FH í kvöld í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta en í boði er sæti í bikarúrslitahátíðinni í Laugardalshöll. Eyjamenn eru búnir að vinna báða leiki liðanna í Olís deildinni í vetur og hafa haft mikið tak á FH-ingum úti í Eyjum undanfarin ár. FH-ingar þurfa að losa takið Eyjagrýlunnar ætli þeir sér að verja bikarmeistaratitilinn sem þeir unnu í fyrra. ÍBV vann bikarinn árið 2018 og þetta eru því bikarmeistarar síðustu tveggja ára. En aftur af vandræðum FH-inga á Heimaey. FH hefur nú tapað sjö síðustu leikjum sínum úti í Vestmannaeyjum eða öllum leikjum sínum síðan að þeir unnu eins marks sigur 25. nóvember 2016. Síðan eru liðnir 38 mánuðir eða nákvæmlega 1168 dagar. Í þessum sigri FH-liðsins í Eyjum fyrir þremur árum og rúmum tveimur mánuðum þá var Óðinn Þór Ríkharðsson markahæstur hjá liðinu með sex mörk en hann spilar nú sem atvinnumaður í Danmörku. Báðir deildarleiki liðanna í vetur hafa verið æsispennandi og unnist á einu marki. Dagur Arnarsson skoraði sigurmark ÍBV í síðasta leik í desember í Kaplakrika en Hákon Daði Styrmisson skoraði sigurmarkið í leik liðanna í Eyjum í september. Fannar Þór Friðgeirsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum. Hákon Daði Styrmisson er með 18 mörk í þessum tveimur leikjum á móti FH en hann þekkir vel til Hafnarfjarðar eftir að hafa spilað með Haukum í nokkur ár. Petar Jokanovic hefur líka verið FH-ingum erfiður í ÍBV markinu í þessum leikjum. Hann varði 19 skot í fyrri leiknum (48%) og 15 skot í þeim síðari.Síðustu leikir ÍBV og FH í Vestmannaeyjum: 23. september 2019 - Deild - ÍBV vann 1 marks sigur (23-22) 22. apríl 2019 - Úrslitakeppni - ÍBV vann 8 marka sigur (36-28) 24. mars 2019 - Deild - ÍBV vann 2 marka sigur (31-29) 17. maí 2018 - Úrslitakeppni - ÍBV vann 7 marka sigur (29-22) 12. maí 2018 - Úrslitakeppni - ÍBV vann 6 marka sigur (32-26) 26. febrúar 2018 - Deild - ÍBV vann 8 marka sigur (37-29) 9. mars 2017 - Deild - ÍBV vann 9 marka sigur (30-21) 25. nóvember 2016 - Deild - FH vann 1 marks sigur (24-23) Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
ÍBV tekur á móti FH í kvöld í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta en í boði er sæti í bikarúrslitahátíðinni í Laugardalshöll. Eyjamenn eru búnir að vinna báða leiki liðanna í Olís deildinni í vetur og hafa haft mikið tak á FH-ingum úti í Eyjum undanfarin ár. FH-ingar þurfa að losa takið Eyjagrýlunnar ætli þeir sér að verja bikarmeistaratitilinn sem þeir unnu í fyrra. ÍBV vann bikarinn árið 2018 og þetta eru því bikarmeistarar síðustu tveggja ára. En aftur af vandræðum FH-inga á Heimaey. FH hefur nú tapað sjö síðustu leikjum sínum úti í Vestmannaeyjum eða öllum leikjum sínum síðan að þeir unnu eins marks sigur 25. nóvember 2016. Síðan eru liðnir 38 mánuðir eða nákvæmlega 1168 dagar. Í þessum sigri FH-liðsins í Eyjum fyrir þremur árum og rúmum tveimur mánuðum þá var Óðinn Þór Ríkharðsson markahæstur hjá liðinu með sex mörk en hann spilar nú sem atvinnumaður í Danmörku. Báðir deildarleiki liðanna í vetur hafa verið æsispennandi og unnist á einu marki. Dagur Arnarsson skoraði sigurmark ÍBV í síðasta leik í desember í Kaplakrika en Hákon Daði Styrmisson skoraði sigurmarkið í leik liðanna í Eyjum í september. Fannar Þór Friðgeirsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum. Hákon Daði Styrmisson er með 18 mörk í þessum tveimur leikjum á móti FH en hann þekkir vel til Hafnarfjarðar eftir að hafa spilað með Haukum í nokkur ár. Petar Jokanovic hefur líka verið FH-ingum erfiður í ÍBV markinu í þessum leikjum. Hann varði 19 skot í fyrri leiknum (48%) og 15 skot í þeim síðari.Síðustu leikir ÍBV og FH í Vestmannaeyjum: 23. september 2019 - Deild - ÍBV vann 1 marks sigur (23-22) 22. apríl 2019 - Úrslitakeppni - ÍBV vann 8 marka sigur (36-28) 24. mars 2019 - Deild - ÍBV vann 2 marka sigur (31-29) 17. maí 2018 - Úrslitakeppni - ÍBV vann 7 marka sigur (29-22) 12. maí 2018 - Úrslitakeppni - ÍBV vann 6 marka sigur (32-26) 26. febrúar 2018 - Deild - ÍBV vann 8 marka sigur (37-29) 9. mars 2017 - Deild - ÍBV vann 9 marka sigur (30-21) 25. nóvember 2016 - Deild - FH vann 1 marks sigur (24-23)
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira