Lífið

Mínus græjar sig upp eftir eldsvoðann

Mínus missti græjurnar í Batterísbrunanum þann 23. mars síðastliðinn.
Mínus missti græjurnar í Batterísbrunanum þann 23. mars síðastliðinn.
Rokkararnir í Mínus lentu illa í því þegar tónleikastaðurinn Batteríið brann á dögunum. Þeir héldu vel heppnaða tónleika á staðnum kvöldið áður og geymdu þar hluta af græjunum sínum, hljóðfæri og fleira, yfir nóttina. Allt brann til kaldra kola.

Drengirnir eru þó ekki af baki dottnir og ætla að slá í klárinn næstkomandi laugardag. Þá halda þeir tónleika við hliðina á brunareitnum, á staðnum Sódóma. Hvetja þeir sem flesta til að mæta og styðja þá í að græja sig upp eftir eldsvoðann.

Þarna ætlar Mínus að leika lög sem spanna feril sveitarinnar auk þess að frumflytja nýtt efni en hljómsveitin er þessa dagana að taka upp sína fimmtu breiðskífu. Ódauðlegir smellir á borð við The Long Face fá eflaust að hljóma en hægt er að koma sér í gírinn með því að kíkja á myndbandið við lagið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.