Lífið

Hugh Hefner spáir í að giftast einni 60 árum yngri

Hefner á góðri stund með Crystal (vinstra megin) og tvíburunum Karissu og Kristinu.
Hefner á góðri stund með Crystal (vinstra megin) og tvíburunum Karissu og Kristinu.
Playboy-dólgurinn Hugh Hefner, sem verður 84 ára gamall á föstudaginn, segir það vel inni í myndinni að giftast núverandi kærustu sinni, hinni brjóstgóðu og 23 ára gömlu Crystal Harris. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann gekk frá skilnaði við fyrrum eiginkonu sína. Þau höfðu að vísu ekki verið í sambandi í tólf ár.

Crystal, sem er 23 ára, hefur verið í sambandi með Hefner síðan hann hætti með Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendru Wilkinson, sem gerðu garðinn frægan með raunveruleikasjónvarpsþætti teknum á Playboy-setrinu. Crystal hefur síðan setið ein að honum eftir að hinir 19 ára tvíburar Karissa og Kristina fluttu út úr Playboy-setrinu í janúar.

Hefnerinn, sem virðist eiginlega vera gangandi skáldsagnapersóna, ætlar síðan að halda upp á 84 ára afmælið með stæl í Las Vegas á föstudag. Þá fyllir hann vél af Playboy-fyrirsætum og flýgur þær á svæðið. Svo er aldrei að vita nema hann fari stirðbusalega á skeljarnar og beri upp bónorðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.