Umfjöllun: Í bikarúrslit á fimmtán mínútum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2010 17:33 Aron gat verið ánægður með strákana sína í dag. Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira