Aukning í sölu bíla í apríl 74,2% Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 10:31 Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent
Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent