Opið bréf til stjórnar HB Granda Hópur kvenna skrifar 21. maí 2015 07:00 Kæru stjórnendur HB Granda. Þessar línur eru sendar fyrir hönd hóps kvenna á Akranesi, sem kvíða því mjög að á næstu dögum verði tekin óafturkræf ákvörðun vegna beiðni ykkar um að reisa á Akranesi eina allra stærstu, jafnvel stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Við fögnum því að HB Grandi hyggst fara í mikilvæga uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Það er gleðiefni, nema að einu undanskildu: Í pakkanum er ætlunin að reisa þurrkunaraðstöðu í um 4.500 fermetra húsnæði fyrir fiskhausa og jafnvel þurrkun á loðnu og er það nokkuð sem sannarlega á ekki að vera nálægt íbúðabyggð. Að minnsta kosti dettur engum lengur í hug að bjóða Reykvíkingum, Seltirningum eða íbúum Mosfellsbæjar upp á slíkar trakteringar. Þar myndi þetta, árið 2015, aldrei verða leyft. Eða hvað haldið þið? Fjárfesting ykkar vegna uppbyggingar hausaþurrkunarinnar er upp á mörg hundruð milljónir króna. Væri ekki skynsamlegra að þeim fjármunum yrði varið á þeim stað sem sátt ríkir um starfsemina, nóg er landrýmið? Akurnesingar hafa hörmulega reynslu af Laugafiski hf. sem hefur verið hér síðan 2003 en í ykkar eigu sl. tæp tvö ár. Starfsleyfið rennur út í febrúar á næsta ári og var það von okkar að verksmiðjan yrði flutt fjær íbúðabyggð. Í stað þessa á nú að stækka og auka framleiðsluna, og þar með meira en þrefalda hana, úr 170 tonnum í 600 tonn á viku. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Næstu íbúðarhús eru innan við tvö hundruð metra frá verksmiðjunni. Í skýrslu sem bæjaryfirvöld fengu VSÓ Ráðgjöf til að vinna varðandi starfsemina, kemur auðvitað í ljós að verksmiðja af þessu tagi verður aldrei lyktarlaus, þótt allri núverandi tæknikunnáttu verði beitt. Skýrsluhöfundar eru greinilega ekki tilbúnir að segja í skýrslunni hvað lyktin verður mikil, því þá þarf að standa við þau orð.Þefurinn á nýjar lendur Það sem verra er, að samkvæmt veðurfarsspám, svokölluðum vindrósum sem skilmerkilega eru tíundaðar í skýrslunni, sést að þefurinn mun færa sig á nýjar lendur og er þá kirkjan okkar, sjúkrahúsið og nýja torgið, að ógleymdum Jaðarsbökkum útsett fyrir lyktinni á góðviðrisdögum í hægum sunnanáttum. Þurfum við í alvörunni að sætta okkur við það að húseignir í ákveðnum bæjarhluta séu verðfelldar áfram, þótt ekki sé rætt um þá andlegu vansæld sem þessari skítalykt fylgir? Unga fólkið í dag vill ekki búa við þessi skilyrði; þetta er algjör tímaskekkja að okkar mati. Stjórnendur HB Granda! Við skorum á ykkur að finna aðra staðsetningu fyrir hausaþurrkun ykkar, í samráði við bæjaryfirvöld og í sátt og samlyndi við alla bæjarbúa, þar sem framleiðslan hvorki skaðar né angrar íbúa Akraness. Við trúum því og treystum að hentugri staður finnist fyrir þurrkunina sem getur verið hvar sem er í hæfilegri fjarlægð frá íbúðabyggð, ef að er gáð, og við erum tilbúin í þá vinnu með ykkur. Í okkar hópi er bráðsnjallt fólk sem er vant að finna lausnir í erfiðum málum. Verum víðsýn og reynum að læra af reynslunni. Með metnaðarfullum óskum um að fyrirtækið stækki og blómstri á Akranesi. Valey Benediktsdóttir, Anna Guðrún Ahlbrecht, Guðrún Bragadóttir, Gerður Jóhannsdóttir, Þura Hreinsdóttir, Árný Örnólfsdóttir, Ellen Óttarsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Katla María Ketilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ragna Kristinsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kæru stjórnendur HB Granda. Þessar línur eru sendar fyrir hönd hóps kvenna á Akranesi, sem kvíða því mjög að á næstu dögum verði tekin óafturkræf ákvörðun vegna beiðni ykkar um að reisa á Akranesi eina allra stærstu, jafnvel stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Við fögnum því að HB Grandi hyggst fara í mikilvæga uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Það er gleðiefni, nema að einu undanskildu: Í pakkanum er ætlunin að reisa þurrkunaraðstöðu í um 4.500 fermetra húsnæði fyrir fiskhausa og jafnvel þurrkun á loðnu og er það nokkuð sem sannarlega á ekki að vera nálægt íbúðabyggð. Að minnsta kosti dettur engum lengur í hug að bjóða Reykvíkingum, Seltirningum eða íbúum Mosfellsbæjar upp á slíkar trakteringar. Þar myndi þetta, árið 2015, aldrei verða leyft. Eða hvað haldið þið? Fjárfesting ykkar vegna uppbyggingar hausaþurrkunarinnar er upp á mörg hundruð milljónir króna. Væri ekki skynsamlegra að þeim fjármunum yrði varið á þeim stað sem sátt ríkir um starfsemina, nóg er landrýmið? Akurnesingar hafa hörmulega reynslu af Laugafiski hf. sem hefur verið hér síðan 2003 en í ykkar eigu sl. tæp tvö ár. Starfsleyfið rennur út í febrúar á næsta ári og var það von okkar að verksmiðjan yrði flutt fjær íbúðabyggð. Í stað þessa á nú að stækka og auka framleiðsluna, og þar með meira en þrefalda hana, úr 170 tonnum í 600 tonn á viku. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Næstu íbúðarhús eru innan við tvö hundruð metra frá verksmiðjunni. Í skýrslu sem bæjaryfirvöld fengu VSÓ Ráðgjöf til að vinna varðandi starfsemina, kemur auðvitað í ljós að verksmiðja af þessu tagi verður aldrei lyktarlaus, þótt allri núverandi tæknikunnáttu verði beitt. Skýrsluhöfundar eru greinilega ekki tilbúnir að segja í skýrslunni hvað lyktin verður mikil, því þá þarf að standa við þau orð.Þefurinn á nýjar lendur Það sem verra er, að samkvæmt veðurfarsspám, svokölluðum vindrósum sem skilmerkilega eru tíundaðar í skýrslunni, sést að þefurinn mun færa sig á nýjar lendur og er þá kirkjan okkar, sjúkrahúsið og nýja torgið, að ógleymdum Jaðarsbökkum útsett fyrir lyktinni á góðviðrisdögum í hægum sunnanáttum. Þurfum við í alvörunni að sætta okkur við það að húseignir í ákveðnum bæjarhluta séu verðfelldar áfram, þótt ekki sé rætt um þá andlegu vansæld sem þessari skítalykt fylgir? Unga fólkið í dag vill ekki búa við þessi skilyrði; þetta er algjör tímaskekkja að okkar mati. Stjórnendur HB Granda! Við skorum á ykkur að finna aðra staðsetningu fyrir hausaþurrkun ykkar, í samráði við bæjaryfirvöld og í sátt og samlyndi við alla bæjarbúa, þar sem framleiðslan hvorki skaðar né angrar íbúa Akraness. Við trúum því og treystum að hentugri staður finnist fyrir þurrkunina sem getur verið hvar sem er í hæfilegri fjarlægð frá íbúðabyggð, ef að er gáð, og við erum tilbúin í þá vinnu með ykkur. Í okkar hópi er bráðsnjallt fólk sem er vant að finna lausnir í erfiðum málum. Verum víðsýn og reynum að læra af reynslunni. Með metnaðarfullum óskum um að fyrirtækið stækki og blómstri á Akranesi. Valey Benediktsdóttir, Anna Guðrún Ahlbrecht, Guðrún Bragadóttir, Gerður Jóhannsdóttir, Þura Hreinsdóttir, Árný Örnólfsdóttir, Ellen Óttarsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Katla María Ketilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ragna Kristinsdóttir
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun