Ríflega 200 skráðir í Klausturkeppnina Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 08:56 Fjölmenni býður eftir ræsingu í Klausturkeppninni. Stærsta akstursíþróttakeppni sem haldin er hér á landi á hverju ári, Klausturskeppnin svokallaða verður haldin á Kirkjubæjarklaustri 30. maí. Skráning í keppnina hefur gengið vel og eru um 200 keppendur þegar skráðir til leiks en skráning er enn opin á vefnum msisport.is. Það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn og Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands sem standa að keppninni ásamt landeigendum á Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur. Keppnin á síðasta ári laðaði að sér um 240 keppendur. Undanfarin ár hefur gríðarleg vinna verið lögð í að gera keppnissvæðið betur úr garði, og svæðið skipulagt til að henta fyrir keppni eins og þessa. Landeigendur hafa einnig unnið hörðum höndum að frágangi á brautinni að keppni lokinni með því að slétta og græða keppnisstæðið og má því segja að á hverju ári sé keppt í nýrri braut. Keppnishaldarar og keppendur hafa jafnframt undanfarin ár látið gott af sér leiða á staðnum og hafa m.a. Heilsugæslustöðin og Leikskólinn á Klaustri tekið við styrkjum í tengslum við keppnina. Keppnin hefst kl. 12 á hádegi og lýkur ekki fyrr en 6 tímum síðar eða kl. 18. Þolakstur á mótorhjólum er ein erfiðasta íþróttagrein heims og því er þessi keppni langt frá því að vera auðveld þó svo skemmtunin sé lykilatriði flestra þátttakenda. Keppt verður í nokkrum flokkum s.s. einstaklingsflokki en sigurvegarinn þar fær sæmdarheitið „Járnkarlinn“ að keppni lokinni enda gríðarleg þolraun að keppa einn í 6 tíma í keppni sem þessari. Einnig verður keppt í tveggja og þriggja manna liðum auk þess sem veitt verða ýmis skemmtileg verðlaun s.s. í flokki feðga, mæðgina, eldri en 100 ára samanlagt í tveggja manna flokki, eldri en 135 ára samanlagt í þriggja manna flokki. Það verður því stutt í léttleikann og stemninguna þegar menn safnast saman í grennd við Kirkjubæjarklaustur 30. maí næstkomandi. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent
Stærsta akstursíþróttakeppni sem haldin er hér á landi á hverju ári, Klausturskeppnin svokallaða verður haldin á Kirkjubæjarklaustri 30. maí. Skráning í keppnina hefur gengið vel og eru um 200 keppendur þegar skráðir til leiks en skráning er enn opin á vefnum msisport.is. Það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn og Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands sem standa að keppninni ásamt landeigendum á Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur. Keppnin á síðasta ári laðaði að sér um 240 keppendur. Undanfarin ár hefur gríðarleg vinna verið lögð í að gera keppnissvæðið betur úr garði, og svæðið skipulagt til að henta fyrir keppni eins og þessa. Landeigendur hafa einnig unnið hörðum höndum að frágangi á brautinni að keppni lokinni með því að slétta og græða keppnisstæðið og má því segja að á hverju ári sé keppt í nýrri braut. Keppnishaldarar og keppendur hafa jafnframt undanfarin ár látið gott af sér leiða á staðnum og hafa m.a. Heilsugæslustöðin og Leikskólinn á Klaustri tekið við styrkjum í tengslum við keppnina. Keppnin hefst kl. 12 á hádegi og lýkur ekki fyrr en 6 tímum síðar eða kl. 18. Þolakstur á mótorhjólum er ein erfiðasta íþróttagrein heims og því er þessi keppni langt frá því að vera auðveld þó svo skemmtunin sé lykilatriði flestra þátttakenda. Keppt verður í nokkrum flokkum s.s. einstaklingsflokki en sigurvegarinn þar fær sæmdarheitið „Járnkarlinn“ að keppni lokinni enda gríðarleg þolraun að keppa einn í 6 tíma í keppni sem þessari. Einnig verður keppt í tveggja og þriggja manna liðum auk þess sem veitt verða ýmis skemmtileg verðlaun s.s. í flokki feðga, mæðgina, eldri en 100 ára samanlagt í tveggja manna flokki, eldri en 135 ára samanlagt í þriggja manna flokki. Það verður því stutt í léttleikann og stemninguna þegar menn safnast saman í grennd við Kirkjubæjarklaustur 30. maí næstkomandi.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent