Nýr Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 15:50 Toyota Hilux árgerð 2016 og af 8. kynslóð. Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent