Nýr Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 15:50 Toyota Hilux árgerð 2016 og af 8. kynslóð. Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent