Treystu mér! Guðmundur Örn Jónsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Ísland, ásamt flestum vestrænum ríkjum, er aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) sem hefur það að markmiði að auka hagsæld aðildarlanda sinna. OECD er þeirrar skoðunar að ójöfnuður minnki bæði traust á stjórnmálamönnum og hagsæld og var það umfjöllunarefni árbókar stofnunarinnar á síðasta ári. Ekkert minnki traust þó meira en spilling. OECD bendir á að þegar traust á stjórnmálamönnum sé eins lítið og nú höfði stefnumál sem bera sýnilegan ávöxt hratt sterkast til kjósenda. Gott innlent dæmi um slíkt mál er „Leiðréttingin“. Á sama tíma hafi kjósendur minni áhuga á stefnumálum sem beri ávöxt að löngum tíma liðnum, en færa má rök fyrir að aðild að Evrópusambandinu sé slíkt mál. Nýleg skoðanakönnun MMR sýnir að traust á íslenskum stjórnmálamönnum er mjög lítið. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu, t.d. um lekamálið og loforðs núverandi ráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið sem ekki stendur til að efna, eru allar líkur á því að það traust aukist lítið á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. Raunsæir stjórnmálamenn taka mið af því umhverfi sem þeir starfa í. Til þess að ná árangri leggja þeir því áherslu á stefnumál sem bera sýnilegan ávöxt innan skamms tíma. Gott dæmi um slíkt stefnumál væri ráðstöfun auðlindaarðs beint til þjóðarinnar, líkt og gert er nú þegar í Alaska. Sérfræðingar áætla að með uppboði á kvóta og sæstreng til Evrópu gæti árlegur auðlindaarður numið á annað hundrað milljarða króna sem jafngildir nokkur hundruð þúsund krónum árlega á hvern lifandi Íslending. Ólíkt „Leiðréttingunni“ myndi sú aðgerð minnka ójöfnuð og stuðla að hagvexti. Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar lagði undirritaður til framangreinda stefnu og var tekið sæmilega í málið. Betur má ef duga skal enda má efast um að flokkum sem láta bara nægja að biðja fólk um að treysta sér vegni vel í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ísland, ásamt flestum vestrænum ríkjum, er aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) sem hefur það að markmiði að auka hagsæld aðildarlanda sinna. OECD er þeirrar skoðunar að ójöfnuður minnki bæði traust á stjórnmálamönnum og hagsæld og var það umfjöllunarefni árbókar stofnunarinnar á síðasta ári. Ekkert minnki traust þó meira en spilling. OECD bendir á að þegar traust á stjórnmálamönnum sé eins lítið og nú höfði stefnumál sem bera sýnilegan ávöxt hratt sterkast til kjósenda. Gott innlent dæmi um slíkt mál er „Leiðréttingin“. Á sama tíma hafi kjósendur minni áhuga á stefnumálum sem beri ávöxt að löngum tíma liðnum, en færa má rök fyrir að aðild að Evrópusambandinu sé slíkt mál. Nýleg skoðanakönnun MMR sýnir að traust á íslenskum stjórnmálamönnum er mjög lítið. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu, t.d. um lekamálið og loforðs núverandi ráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið sem ekki stendur til að efna, eru allar líkur á því að það traust aukist lítið á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. Raunsæir stjórnmálamenn taka mið af því umhverfi sem þeir starfa í. Til þess að ná árangri leggja þeir því áherslu á stefnumál sem bera sýnilegan ávöxt innan skamms tíma. Gott dæmi um slíkt stefnumál væri ráðstöfun auðlindaarðs beint til þjóðarinnar, líkt og gert er nú þegar í Alaska. Sérfræðingar áætla að með uppboði á kvóta og sæstreng til Evrópu gæti árlegur auðlindaarður numið á annað hundrað milljarða króna sem jafngildir nokkur hundruð þúsund krónum árlega á hvern lifandi Íslending. Ólíkt „Leiðréttingunni“ myndi sú aðgerð minnka ójöfnuð og stuðla að hagvexti. Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar lagði undirritaður til framangreinda stefnu og var tekið sæmilega í málið. Betur má ef duga skal enda má efast um að flokkum sem láta bara nægja að biðja fólk um að treysta sér vegni vel í næstu kosningum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar