Leggðu þig - þá líður þetta hjá Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 18. febrúar 2020 11:30 Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun