Sovét Sjálfstæðisflokksins Lýður Árnason skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar