Segi „pass“ við náttúrupassanum Kristín Thoroddsen skrifar 12. febrúar 2015 06:00 Flestir þeirra ferðamanna sem hingað koma, segjast koma vegna náttúru landsins. Það eitt segir okkur að aðgerða er þörf til að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem hafa látið á sjá vegna átroðnings. Ferðaþjónustan veltir meiri tekjum en nokkur önnur grein hér á landi í dag. Það segir mér að hún skapar töluverðar skatttekjur og að mínu mati á að nota þær til uppbyggingar í þeirri grein. Nákvæmlega eins og þegar skattur er lagður á íbúa bæjarfélags og þeir fjármunir nýttir til uppbyggingar, viðhalds og þjónustu fyrir þá sem þar búa. Hvað með þær fréttir að hér á landi séu ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru með öllu eða að hluta til undanskilin virðisaukaskatti? Meira að segja fyrirtæki sem hefur auðveldan aðgang að ferðamönnum og þeim tekjum sem þeir skilja eftir sig! „Þeir greiða sem njóta“, þessari setningu hefur verið fleygt fram sem rökum með náttúrupassanum. Hvernig réttlæta þá ráðamenn þjóðarinnar það að hér á landi séu rekin fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem njóta góðs af ferðamönnum en þurfa ekki að greiða neitt til samfélagsins? Eins og hér sé ríki í ríkinu. Ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki eru undanþegin skatti og það virðist vera að ekki sitji allir við sama borð þegar kemur að skattlagningu. Aðgerða er strax þörf eins og okkar ágæti iðnaðar- og viðskiptaráðherra bendir á. Það eru orð að sönnu og engum dylst að úrbóta er þörf hið fyrsta. Því legg ég til að við nýtum þá leið sem við höfum hér sem kallast skattur og hefur verið til svo lengi sem elstu menn muna. Kerfi sem kallar ekki á aukið starfsmannahald eða flækjustig og er nú þegar til staðar.Hver verður svo hlutur náttúrunnar? Hvernig sjáum við fyrir okkur að þeir fjármunir muni dreifast sem þarna er aflað, það er, þegar búið er að greiða launakostnað forritarans, landvarðarins, nokkurra starfsmanna ferðamálastofu eða tengdrar stofnunar, bílakostnað, kynningarkostnað, umsýslugjald þeirra sem gefa út passana, þeirra sem skrá þá, þeirra sem þá prenta, svo ekki sé talað um þann kostnað sem fer í að elta uppi þá sem ekki ætla sér að greiða fyrir aðgang og verða uppvísir að landspjöllum til að komast fram hjá „kerfinu“? Ég gæti talið upp fleiri atriði en spyr mig þá: Hver verður upphæðin sem eftir verður til uppbyggingar á ferðamannastöðunum? Eða er það ekki annars það sem þetta snýst um? Orðræðan snýst um framkvæmd. Hún snýst um það hvernig hanna á náttúrupassann að mati ráðherra og allt þetta er tilkomið vegna þess hversu vel hefur gengið að markaðssetja ágæti landsins, fólkið sem hér byggir landið og þá fallegu og viðkvæmu náttúru sem við höfum. Veiða á alla fiskana í sjónum, eða í þessu tilfelli, ná til eins margra ferðamanna og mögulegt er. Hvernig var það á þeim tíma sem fiskveiðar öfluðu okkur mestu gjaldeyristeknanna, þurfti þá ekki í framhaldi að takmarka veiðar vegna ofveiði og hræðslu við það að verið væri að „hreinsa“ hafið? Ferðaþjónustan er ekkert ólík fiskveiði. Hún skapar tekjur og er auðlind okkar allra. En kannski erum við að fiska þar of hratt? Þar ráðast skoðanir þeirra sem byggja hag sinn og afkomu á ferðaþjónustunni, skiljanlega.Hafa þarf landsmenn með í ráðum Það sem ferðaþjónustan þarf er velvild íbúa í garð ferðamanna því það hlýtur að vera hluti af stóru myndinni, ekki síður en þær tekjur sem af þeim skapast. Hér þarf að að ríkja gestrisni sem með afspurn gerir Ísland að áhugaverðum stað til að heimsækja. Ljóst er að náttúrupassinn mun ekki verða vinsæll. En ástæða þess að verið er að ræða þessi mál er jú mikil fjölgun ferðamanna. Viljum við í alvöru fara á þennan stað, stað sem ýtir undir það sem kallast og notað er oft í fræðum ferðaþjónustunnar „þolmörk“? Þolmörk eru helsta ógn ferðaþjónustu alls staðar í heiminum og Ísland er engin undantekning þar á. En þegar þolmörkum er náð þá fara íbúar svæðisins að snúast gegn ferðamönnunum og kemur upp ákveðin andúð í garð þeirra. Á hvaða stað verðum við komin þá? Öll eggin komin í sömu körfuna og heilu bæjarfélögin farin að afla tekna af komu ferðamannanna. Horfa verður því á þessa aðgerð, sem innleiðing náttúrpassans er, til mun lengri tíma. Horfa á til ferðaþjónustunnar með langtímamarkmið í huga, langhlaup þar sem ryðja á hindrunum úr vegi eins og hægt er svo allir hafi áhuga á og getu til að taka þátt í langhlaupi og uppgangi ferðaþjónustunnar á landinu. Pössum landið en munum að til þess þarf ekki endilega „náttúru“-passa. Þetta mál hefur fengið að velkjast um í kerfinu í þrjú ár og búið er að verja ómældum tíma í að útfæra þessa hugmynd og enn virðast ráðamenn ekki vera vissir um hvað sé best. Getur verið að okkar ágætu ráðamenn séu fastir inni í kassa náttúrupassans og sjái ekki annað en hvernig útfæra eigi passann, í stað þess að stíga út úr kassanum og horfa í kringum sig? Að þeir brjóti odd af oflæti sínu og hlusti á raddir þegna sinna og stuðli að jákvæðri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi með okkur, þegna landsins, með í ferðinni. Það er að mínu mati eina leiðin til að ná settu markmiði í þessu langhlaupi ferðaþjónustunnar, bæði með hag náttúrunnar og okkar sem byggjum þetta land að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Flestir þeirra ferðamanna sem hingað koma, segjast koma vegna náttúru landsins. Það eitt segir okkur að aðgerða er þörf til að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem hafa látið á sjá vegna átroðnings. Ferðaþjónustan veltir meiri tekjum en nokkur önnur grein hér á landi í dag. Það segir mér að hún skapar töluverðar skatttekjur og að mínu mati á að nota þær til uppbyggingar í þeirri grein. Nákvæmlega eins og þegar skattur er lagður á íbúa bæjarfélags og þeir fjármunir nýttir til uppbyggingar, viðhalds og þjónustu fyrir þá sem þar búa. Hvað með þær fréttir að hér á landi séu ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru með öllu eða að hluta til undanskilin virðisaukaskatti? Meira að segja fyrirtæki sem hefur auðveldan aðgang að ferðamönnum og þeim tekjum sem þeir skilja eftir sig! „Þeir greiða sem njóta“, þessari setningu hefur verið fleygt fram sem rökum með náttúrupassanum. Hvernig réttlæta þá ráðamenn þjóðarinnar það að hér á landi séu rekin fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem njóta góðs af ferðamönnum en þurfa ekki að greiða neitt til samfélagsins? Eins og hér sé ríki í ríkinu. Ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki eru undanþegin skatti og það virðist vera að ekki sitji allir við sama borð þegar kemur að skattlagningu. Aðgerða er strax þörf eins og okkar ágæti iðnaðar- og viðskiptaráðherra bendir á. Það eru orð að sönnu og engum dylst að úrbóta er þörf hið fyrsta. Því legg ég til að við nýtum þá leið sem við höfum hér sem kallast skattur og hefur verið til svo lengi sem elstu menn muna. Kerfi sem kallar ekki á aukið starfsmannahald eða flækjustig og er nú þegar til staðar.Hver verður svo hlutur náttúrunnar? Hvernig sjáum við fyrir okkur að þeir fjármunir muni dreifast sem þarna er aflað, það er, þegar búið er að greiða launakostnað forritarans, landvarðarins, nokkurra starfsmanna ferðamálastofu eða tengdrar stofnunar, bílakostnað, kynningarkostnað, umsýslugjald þeirra sem gefa út passana, þeirra sem skrá þá, þeirra sem þá prenta, svo ekki sé talað um þann kostnað sem fer í að elta uppi þá sem ekki ætla sér að greiða fyrir aðgang og verða uppvísir að landspjöllum til að komast fram hjá „kerfinu“? Ég gæti talið upp fleiri atriði en spyr mig þá: Hver verður upphæðin sem eftir verður til uppbyggingar á ferðamannastöðunum? Eða er það ekki annars það sem þetta snýst um? Orðræðan snýst um framkvæmd. Hún snýst um það hvernig hanna á náttúrupassann að mati ráðherra og allt þetta er tilkomið vegna þess hversu vel hefur gengið að markaðssetja ágæti landsins, fólkið sem hér byggir landið og þá fallegu og viðkvæmu náttúru sem við höfum. Veiða á alla fiskana í sjónum, eða í þessu tilfelli, ná til eins margra ferðamanna og mögulegt er. Hvernig var það á þeim tíma sem fiskveiðar öfluðu okkur mestu gjaldeyristeknanna, þurfti þá ekki í framhaldi að takmarka veiðar vegna ofveiði og hræðslu við það að verið væri að „hreinsa“ hafið? Ferðaþjónustan er ekkert ólík fiskveiði. Hún skapar tekjur og er auðlind okkar allra. En kannski erum við að fiska þar of hratt? Þar ráðast skoðanir þeirra sem byggja hag sinn og afkomu á ferðaþjónustunni, skiljanlega.Hafa þarf landsmenn með í ráðum Það sem ferðaþjónustan þarf er velvild íbúa í garð ferðamanna því það hlýtur að vera hluti af stóru myndinni, ekki síður en þær tekjur sem af þeim skapast. Hér þarf að að ríkja gestrisni sem með afspurn gerir Ísland að áhugaverðum stað til að heimsækja. Ljóst er að náttúrupassinn mun ekki verða vinsæll. En ástæða þess að verið er að ræða þessi mál er jú mikil fjölgun ferðamanna. Viljum við í alvöru fara á þennan stað, stað sem ýtir undir það sem kallast og notað er oft í fræðum ferðaþjónustunnar „þolmörk“? Þolmörk eru helsta ógn ferðaþjónustu alls staðar í heiminum og Ísland er engin undantekning þar á. En þegar þolmörkum er náð þá fara íbúar svæðisins að snúast gegn ferðamönnunum og kemur upp ákveðin andúð í garð þeirra. Á hvaða stað verðum við komin þá? Öll eggin komin í sömu körfuna og heilu bæjarfélögin farin að afla tekna af komu ferðamannanna. Horfa verður því á þessa aðgerð, sem innleiðing náttúrpassans er, til mun lengri tíma. Horfa á til ferðaþjónustunnar með langtímamarkmið í huga, langhlaup þar sem ryðja á hindrunum úr vegi eins og hægt er svo allir hafi áhuga á og getu til að taka þátt í langhlaupi og uppgangi ferðaþjónustunnar á landinu. Pössum landið en munum að til þess þarf ekki endilega „náttúru“-passa. Þetta mál hefur fengið að velkjast um í kerfinu í þrjú ár og búið er að verja ómældum tíma í að útfæra þessa hugmynd og enn virðast ráðamenn ekki vera vissir um hvað sé best. Getur verið að okkar ágætu ráðamenn séu fastir inni í kassa náttúrupassans og sjái ekki annað en hvernig útfæra eigi passann, í stað þess að stíga út úr kassanum og horfa í kringum sig? Að þeir brjóti odd af oflæti sínu og hlusti á raddir þegna sinna og stuðli að jákvæðri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi með okkur, þegna landsins, með í ferðinni. Það er að mínu mati eina leiðin til að ná settu markmiði í þessu langhlaupi ferðaþjónustunnar, bæði með hag náttúrunnar og okkar sem byggjum þetta land að leiðarljósi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar