Viðskipti innlent

Lækka virði hluta­fjár síns í kísil­veri PCC

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Verksmiðjan var formlega gangsett vorið 2018 en tafir og erfiðar aðstæður á hrámörkuðum hafi einkennt starfsemina síðan.
Verksmiðjan var formlega gangsett vorið 2018 en tafir og erfiðar aðstæður á hrámörkuðum hafi einkennt starfsemina síðan. Vísir/Vilhelm

Fimm íslenskir lífeyrissjóðir og Íslandsbanki hafa lækkað virði hlutafjár síns í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík um tvo milljarða, í einstaka tilfellum um allt að hundrað prósent.

Þetta kemur fram í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. Lífeyrissjóðirnir, ásamt bankanum, lögðu félaginu Bakkastakka, sem heldur utan um fjárfestingu þeirra í kísilverinu, nærri tvo og hálfan milljarð í hlutafé árið 2015. Eignarhlutur félagsins varð þannig 13,5 prósent en þýska fyrirtækið PCC SE á rest.

Í Markaðnum segir að þessar varúðarniðurfærslur lífeyrissjóðanna komi til vegna mikillar óvissu um starfsemi kísilversins.

Verksmiðjan var formlega gangsett vorið 2018 en tafir og erfiðar aðstæður á hrámörkuðum hafi einkennt starfsemina síðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×