KR-ingar redduðu sér í lokin á móti Snæfelli | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2015 20:51 KR-ingar misstu niður sautján stiga forskot í þriðja leikhlutanum á móti Snæfelli í DHL-höllinni í kvöld en komu til baka í lokin og tryggðu sér níunda heimasigurinn í röð í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur. KR vann Snæfell á endanum með sex stigum, 89-83 en KR-liðið vann síðustu þrjár mínútur leiksins 16-5. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Michael Craion var með 26 stig og 12 fráköst hjá KR, Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru með 17 stig hvor. KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 23-12 og voru í góðum málum í hálfleik enda sautján stigum yfir, 45-28. Snæfellingar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 55-55 eftir að hafa skorað 27 af fyrstu 37 stigum seinni hálfleiksins. Hólmararnir gerðu gott betur því þeir unnu þriðja leikhlutann á endanum 36-18 og voru þar með einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-63. Christopher Woods og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir tólf stig fyrir Snæfell í leikhlutanum. Snæfell var fimm stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 78-73, en þá kom frábær 14-3 sprettur frá KR-liðinu sem gerði út um leikinn.KR-Snæfell 89-83 (23-12, 22-16, 18-36, 26-19)KR: Michael Craion 26/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Björn Kristjánsson 2.Snæfell: Christopher Woods 27/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir KristinssonBrynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, var með 19 stig í kvöld. Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
KR-ingar misstu niður sautján stiga forskot í þriðja leikhlutanum á móti Snæfelli í DHL-höllinni í kvöld en komu til baka í lokin og tryggðu sér níunda heimasigurinn í röð í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur. KR vann Snæfell á endanum með sex stigum, 89-83 en KR-liðið vann síðustu þrjár mínútur leiksins 16-5. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Michael Craion var með 26 stig og 12 fráköst hjá KR, Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru með 17 stig hvor. KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 23-12 og voru í góðum málum í hálfleik enda sautján stigum yfir, 45-28. Snæfellingar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 55-55 eftir að hafa skorað 27 af fyrstu 37 stigum seinni hálfleiksins. Hólmararnir gerðu gott betur því þeir unnu þriðja leikhlutann á endanum 36-18 og voru þar með einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-63. Christopher Woods og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir tólf stig fyrir Snæfell í leikhlutanum. Snæfell var fimm stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 78-73, en þá kom frábær 14-3 sprettur frá KR-liðinu sem gerði út um leikinn.KR-Snæfell 89-83 (23-12, 22-16, 18-36, 26-19)KR: Michael Craion 26/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Björn Kristjánsson 2.Snæfell: Christopher Woods 27/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir KristinssonBrynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, var með 19 stig í kvöld. Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira