KR-ingar redduðu sér í lokin á móti Snæfelli | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2015 20:51 KR-ingar misstu niður sautján stiga forskot í þriðja leikhlutanum á móti Snæfelli í DHL-höllinni í kvöld en komu til baka í lokin og tryggðu sér níunda heimasigurinn í röð í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur. KR vann Snæfell á endanum með sex stigum, 89-83 en KR-liðið vann síðustu þrjár mínútur leiksins 16-5. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Michael Craion var með 26 stig og 12 fráköst hjá KR, Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru með 17 stig hvor. KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 23-12 og voru í góðum málum í hálfleik enda sautján stigum yfir, 45-28. Snæfellingar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 55-55 eftir að hafa skorað 27 af fyrstu 37 stigum seinni hálfleiksins. Hólmararnir gerðu gott betur því þeir unnu þriðja leikhlutann á endanum 36-18 og voru þar með einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-63. Christopher Woods og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir tólf stig fyrir Snæfell í leikhlutanum. Snæfell var fimm stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 78-73, en þá kom frábær 14-3 sprettur frá KR-liðinu sem gerði út um leikinn.KR-Snæfell 89-83 (23-12, 22-16, 18-36, 26-19)KR: Michael Craion 26/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Björn Kristjánsson 2.Snæfell: Christopher Woods 27/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir KristinssonBrynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, var með 19 stig í kvöld. Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
KR-ingar misstu niður sautján stiga forskot í þriðja leikhlutanum á móti Snæfelli í DHL-höllinni í kvöld en komu til baka í lokin og tryggðu sér níunda heimasigurinn í röð í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur. KR vann Snæfell á endanum með sex stigum, 89-83 en KR-liðið vann síðustu þrjár mínútur leiksins 16-5. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Michael Craion var með 26 stig og 12 fráköst hjá KR, Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru með 17 stig hvor. KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 23-12 og voru í góðum málum í hálfleik enda sautján stigum yfir, 45-28. Snæfellingar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 55-55 eftir að hafa skorað 27 af fyrstu 37 stigum seinni hálfleiksins. Hólmararnir gerðu gott betur því þeir unnu þriðja leikhlutann á endanum 36-18 og voru þar með einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-63. Christopher Woods og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir tólf stig fyrir Snæfell í leikhlutanum. Snæfell var fimm stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 78-73, en þá kom frábær 14-3 sprettur frá KR-liðinu sem gerði út um leikinn.KR-Snæfell 89-83 (23-12, 22-16, 18-36, 26-19)KR: Michael Craion 26/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Björn Kristjánsson 2.Snæfell: Christopher Woods 27/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir KristinssonBrynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, var með 19 stig í kvöld. Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira