KR-ingar redduðu sér í lokin á móti Snæfelli | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2015 20:51 KR-ingar misstu niður sautján stiga forskot í þriðja leikhlutanum á móti Snæfelli í DHL-höllinni í kvöld en komu til baka í lokin og tryggðu sér níunda heimasigurinn í röð í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur. KR vann Snæfell á endanum með sex stigum, 89-83 en KR-liðið vann síðustu þrjár mínútur leiksins 16-5. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Michael Craion var með 26 stig og 12 fráköst hjá KR, Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru með 17 stig hvor. KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 23-12 og voru í góðum málum í hálfleik enda sautján stigum yfir, 45-28. Snæfellingar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 55-55 eftir að hafa skorað 27 af fyrstu 37 stigum seinni hálfleiksins. Hólmararnir gerðu gott betur því þeir unnu þriðja leikhlutann á endanum 36-18 og voru þar með einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-63. Christopher Woods og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir tólf stig fyrir Snæfell í leikhlutanum. Snæfell var fimm stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 78-73, en þá kom frábær 14-3 sprettur frá KR-liðinu sem gerði út um leikinn.KR-Snæfell 89-83 (23-12, 22-16, 18-36, 26-19)KR: Michael Craion 26/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Björn Kristjánsson 2.Snæfell: Christopher Woods 27/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir KristinssonBrynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, var með 19 stig í kvöld. Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
KR-ingar misstu niður sautján stiga forskot í þriðja leikhlutanum á móti Snæfelli í DHL-höllinni í kvöld en komu til baka í lokin og tryggðu sér níunda heimasigurinn í röð í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur. KR vann Snæfell á endanum með sex stigum, 89-83 en KR-liðið vann síðustu þrjár mínútur leiksins 16-5. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Michael Craion var með 26 stig og 12 fráköst hjá KR, Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru með 17 stig hvor. KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 23-12 og voru í góðum málum í hálfleik enda sautján stigum yfir, 45-28. Snæfellingar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 55-55 eftir að hafa skorað 27 af fyrstu 37 stigum seinni hálfleiksins. Hólmararnir gerðu gott betur því þeir unnu þriðja leikhlutann á endanum 36-18 og voru þar með einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-63. Christopher Woods og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir tólf stig fyrir Snæfell í leikhlutanum. Snæfell var fimm stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 78-73, en þá kom frábær 14-3 sprettur frá KR-liðinu sem gerði út um leikinn.KR-Snæfell 89-83 (23-12, 22-16, 18-36, 26-19)KR: Michael Craion 26/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Björn Kristjánsson 2.Snæfell: Christopher Woods 27/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir KristinssonBrynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, var með 19 stig í kvöld. Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira