Innlent

Verklag til reiðu í næstu viku

Hægt er að snúa sér til banka um niðurfærslu skulda og skuldaaðlögun, en ekki verða öll úrræði vegna skuldavanda komin á hreint fyrr en í næstu viku.
Fréttablaðið/Anton
Hægt er að snúa sér til banka um niðurfærslu skulda og skuldaaðlögun, en ekki verða öll úrræði vegna skuldavanda komin á hreint fyrr en í næstu viku. Fréttablaðið/Anton
Verklagsreglur fyrir ný úrræði vegna skuldavanda heimilanna verða væntanlega tilbúnar hinn 15. þessa mánaðar. Eftir þann tíma ætti almenningur að geta borið sig eftir öllum þeim lausnum sem í boði eru.

Eftir margra vikna viðræður hagsmunaaðila komust stjórnvöld, lánastofnanir og lífeyrissjóðir að samkomulagi sem var undirritað fyrir réttri viku. Það kvað meðal annars á um að skuldarar í yfirveðsettum íbúðum gætu beðið bankann um að færa eftirstöðvar niður í 110 prósent af verðmæti fasteignarinnar eða að öðrum kosti sótt um sértæka skuldaaðlögun.

Fyrrgreindir kostir eru þegar aðgengilegir hjá bönkum, en eftir 15. desember verða einnig í boði ný úrræði tengd vaxtabótum og sérstökum vaxtaniðurgreiðslum.

Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, segir í samtali við Fréttablaðið að embættið muni áfram leiðbeina þeim sem snúi sér til þess til ráðgjafar vegna sértækrar skuldaaðlögunar. Þá aðstoði það einnig fólk sem hafi ekki verið ánægt með þau svör sem það fái frá bönkum. - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×