Hvað er kynbundið ofbeldi? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar