Hvað er kynbundið ofbeldi? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar