Opið bréf til kynslóðar Bjartur Steingrímsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Ég er íslenskur strákur fæddur í Reykjavík í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Úr barnæsku minnist ég aðallega gameboy-tölva og pokémon-spila en unglingsárin snerust meira um veislur, nýjar græjur, utanlandsferðir og bullandi bjartsýni. Samkvæmt félagsfræðilegum mælikvörðum má í grófum dráttum fella mig undir ákveðna kynslóð fædda á bilinu 1980-2000. Við sem kynslóð erum sú yngsta á vinnumarkaðinum í dag, mörg okkar enn í skóla og erum oft nefnd Y-kynslóðin, echo boomers eða velmegunarkynslóðin. Þið eruð uppgangskynslóðin, fædd u.þ.b. 1946-1964 inn í heim breytinga og þróunar eftirstríðsáranna. Þið eruð langfjölmennust í þessu samfélagi okkar, flest komin á virðulegan aldur enda oftar en ekki foreldrar okkar, afar eða ömmur. Tími ykkar við stjórnvöl samfélagsins einkenndist af afnámi persónulegra og félagslegra hafta, stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins í borgar- og landsmálum og, jú, efnahagslegum uppgangi. Hrakförum síðar meir, myndu sumir segja. Á næsta áratug eða tveimur er komið að okkur að taka við stjórninni af ykkur á hinum opinbera vettvangi. Við erum að leggja úr hlaði, um það bil að taka við taumnum. En grey hrossið virðist eitthvað laslegt og margt bendir til þess að þetta verði ansi strembin ferð. Á árunum eftir hrun hefur atvinnuleysi á meðal ungs fólks aukist verulega og er hlutfallslega hæst á meðal flestra samfélagshópa. Fyrir þau okkar sem sitja á skólabekk þá gerum við það innan menntakerfis sem hefur orðið fyrir barðinu á grimmilegum niðurskurði síðustu fjögur árin og er komið samkvæmt sumum röddum að þolmörkum. Við sem erum um það bil eða nýbúin að útskrifast í greinum sem eru nátengdar atvinnumöguleikum okkar, t.a.m. í heilbrigðisgeiranum, sjáum hag okkar fremur í því að þiggja störf utan landsteinanna og flykkjumst í raun þangað í áður óþekktum tölum. Sumum okkar gengur fremur erfiðlega að flytja út úr húsunum ykkar til þess að sækja nám og vinnu vegna handónýts leigumarkaðar. Það gæti talist furðulegt þar sem sum ykkar virðast eiga heilu hverfin af stórum tómum einbýlishúsum upp um holt og hæðir. Við sem flosnum upp úr námi eða vinnu erum í stóraukinni hættu gagnvart ýmsum félagslegum kvillum eins og einangrun, þunglyndi og framtaksleysi og mynda þeir oft vítahring sem erfitt er fyrir okkur að sleppa út úr. Þær lausnir sem þið reynið að bjóða, eins og skuldaleiðréttingarbras núverandi ríkisstjórnar, virðast oftar en ekki gagnast framtíðarhagsmunum okkar mest lítið en ykkar mun meira. Já, það er ekki nema von að stundum séum við svolítið leið, eða svolítið reið. Nú er ég alls ekki að segja að þið eigið að taka þessu persónulega. Maður elskar jú foreldra sína í blíðu sem stríðu, fyrirgefur þeim flest og þegir kurteislega þegar þau gera mistök. Svo hafið þið líka gefið okkur svo margt. Í raun svo mikið að það minnir margt á tryllingslega fermingarveislu þar sem alúðlegir ættingjar og velunnarar sturta gjöfum yfir dasað fermingarbarn svo að vart glittir í það undir hrúgu af snjallsímum, fartölvum og þéttum peningaumslögum. En nú er svo komið að gjafirnar eru farnar að móta sjálfsímyndir okkar barnanna, lífsgæði og framtíð. Það er næstum því eins og að þær eigi okkur en ekki öfugt. Þá er bara að vona að við sligumst ekki undan þunga þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég er íslenskur strákur fæddur í Reykjavík í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Úr barnæsku minnist ég aðallega gameboy-tölva og pokémon-spila en unglingsárin snerust meira um veislur, nýjar græjur, utanlandsferðir og bullandi bjartsýni. Samkvæmt félagsfræðilegum mælikvörðum má í grófum dráttum fella mig undir ákveðna kynslóð fædda á bilinu 1980-2000. Við sem kynslóð erum sú yngsta á vinnumarkaðinum í dag, mörg okkar enn í skóla og erum oft nefnd Y-kynslóðin, echo boomers eða velmegunarkynslóðin. Þið eruð uppgangskynslóðin, fædd u.þ.b. 1946-1964 inn í heim breytinga og þróunar eftirstríðsáranna. Þið eruð langfjölmennust í þessu samfélagi okkar, flest komin á virðulegan aldur enda oftar en ekki foreldrar okkar, afar eða ömmur. Tími ykkar við stjórnvöl samfélagsins einkenndist af afnámi persónulegra og félagslegra hafta, stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins í borgar- og landsmálum og, jú, efnahagslegum uppgangi. Hrakförum síðar meir, myndu sumir segja. Á næsta áratug eða tveimur er komið að okkur að taka við stjórninni af ykkur á hinum opinbera vettvangi. Við erum að leggja úr hlaði, um það bil að taka við taumnum. En grey hrossið virðist eitthvað laslegt og margt bendir til þess að þetta verði ansi strembin ferð. Á árunum eftir hrun hefur atvinnuleysi á meðal ungs fólks aukist verulega og er hlutfallslega hæst á meðal flestra samfélagshópa. Fyrir þau okkar sem sitja á skólabekk þá gerum við það innan menntakerfis sem hefur orðið fyrir barðinu á grimmilegum niðurskurði síðustu fjögur árin og er komið samkvæmt sumum röddum að þolmörkum. Við sem erum um það bil eða nýbúin að útskrifast í greinum sem eru nátengdar atvinnumöguleikum okkar, t.a.m. í heilbrigðisgeiranum, sjáum hag okkar fremur í því að þiggja störf utan landsteinanna og flykkjumst í raun þangað í áður óþekktum tölum. Sumum okkar gengur fremur erfiðlega að flytja út úr húsunum ykkar til þess að sækja nám og vinnu vegna handónýts leigumarkaðar. Það gæti talist furðulegt þar sem sum ykkar virðast eiga heilu hverfin af stórum tómum einbýlishúsum upp um holt og hæðir. Við sem flosnum upp úr námi eða vinnu erum í stóraukinni hættu gagnvart ýmsum félagslegum kvillum eins og einangrun, þunglyndi og framtaksleysi og mynda þeir oft vítahring sem erfitt er fyrir okkur að sleppa út úr. Þær lausnir sem þið reynið að bjóða, eins og skuldaleiðréttingarbras núverandi ríkisstjórnar, virðast oftar en ekki gagnast framtíðarhagsmunum okkar mest lítið en ykkar mun meira. Já, það er ekki nema von að stundum séum við svolítið leið, eða svolítið reið. Nú er ég alls ekki að segja að þið eigið að taka þessu persónulega. Maður elskar jú foreldra sína í blíðu sem stríðu, fyrirgefur þeim flest og þegir kurteislega þegar þau gera mistök. Svo hafið þið líka gefið okkur svo margt. Í raun svo mikið að það minnir margt á tryllingslega fermingarveislu þar sem alúðlegir ættingjar og velunnarar sturta gjöfum yfir dasað fermingarbarn svo að vart glittir í það undir hrúgu af snjallsímum, fartölvum og þéttum peningaumslögum. En nú er svo komið að gjafirnar eru farnar að móta sjálfsímyndir okkar barnanna, lífsgæði og framtíð. Það er næstum því eins og að þær eigi okkur en ekki öfugt. Þá er bara að vona að við sligumst ekki undan þunga þeirra.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun