Verð olíu hríðfellur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 21:43 Olíuframleiðendur Vestanhafs eiga í miklum vandræðum þessa dagana. AP/Paul Sancya Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29