Traðkað á hunangsflugum Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun