Ágreiningur og viljastyrkur Lilja Bjarnadóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:37 Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar