Skert rýmisgreind Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Þegar ég kom frá útlöndum um daginn fór ég að hugsa um „skerta rýmisgreind“. Það er víst ein af þessum nýmóðins greiningum og einhvern tímann skildist mér að hún ætti vel við mig.Víðáttu-vitlausSkert rýmisgreind ku ekki síst lýsa sér í óvenju bágborinni ratvísi, sem er svo sannarlega af skornum skammti hjá mér, ég er algjör rati; ég er beinlínis víðáttu-vitlaus. Ég þekki engin fjöll, kann engin örnefni, er ættleri miðað við afa minn Indriða sem gat ungur smali ratað heim í niðaþoku með því að þreifa á steinum og finna jökulrispur sem hjálpuðu honum að átta sig – sem minnir okkur á alla þá eiginleika sem við höfum glatað með því að gerast borgarmenni. Borgin: Ég hef ráfað um Þingholtin fullkomlega ráðvilltur í leit að Grundarstíg; ég hef lent í Efsta-Breiðholti á leið í Árbæ, verið kominn langleiðina til Akureyrar á leið í Stykkishólm; ekið um Kópavoginn úrkula vonar um að finna nokkru sinni leiðina út úr því martraðarkennda völundarhúsi og þar fram eftir nákvæmlega eins götunum. Maður á náttúrlega aldrei að gera eigin galla að allsherjarreglu, og engum skal ég ætla að vera jafn víðáttu-vitlaus og ég. En – því er ekki að neita að stundum hefur það hvarflað að mér hvort skert rýmisgreind í vægum og víðum skilningi sé útbreiddari hér á landi en til dæmis í Japan eða bara Danmörku: það er að segja, einhvers konar ónæmi á umhverfi sitt, skortur á næmi fyrir rýminu í kring, kannski eiginleiki sem vex fram hjá fólki sem vanist hefur því að hafa nóg pláss. Veldur kannski skert rýmisgreind því að Íslendingar gefa ekki stefnuljós – ekki einu sinni þeir sem eru í innri hring á hringtorgi? Veldur skert rýmisgreind íslenskri raðamenningu? Ræður hún för þegar teiknuð eru og reist hús hér á landi? Og umhverfi skipulagt?Dautt barrtréÉg fór sem sé að hugsa um þetta þegar ég kom frá útlöndum á dögunum, snemma morguns eftir langt næturflug í þröngum sætum, þröngu rými. Kalt rokið reif í mann og þyrlaði upp hugsunum sem lúrðu neðst í hugskoti; þetta var grár sandbruðnings-svarri og þegar maður var kominn upp í flugrútuna skynjaði maður umhverfi sitt með augum heimalningsins sem skerpast fyrsta hálftímann eftir lendingu en dofna svo hægt og rólega. Það sveið í morgunsárinu og skilningarvitin voru næm og í smástund beið ég spenntur eftir því sem kynni að blasa við þyrstum augum mínum. Það fyrsta sem ég sá af landinu mínu fagra þegar rútan var lögð af stað frá Keflavíkurflugvelli var dautt barrtré. Það stóð þarna í grámanum og næðingnum, „illa rætt og undarlega sett“ eins og váboði. Eins og tákn. Ég velti fyrir mér hver hefði haft fyrir því að pota niður svona tré á svo fráleitum stað þar sem það átti svo augljóslega ekki heima. Og hver hugsunin á bak við svo einkennilegt framtak gæti eiginlega verið. Ég velti því líka fyrir mér af hverju enginn fjarlægði tréð. Ákvað svo að sennilega væri þetta nokkurs konar minnisvarði um skerta rýmisgreind; fullkomið ónæmi á umhverfi og náttúru. Ég fann til feginleika þegar komið var í Hafnarfjörðinn, þennan fallega og hlýlega bæ, þar sem að vísu hafa verið sett niður í Hraununum hús sem virðast byggð af mönnum með formskyn á við fjögurra ára börn – með skerta rýmisgrein. Þau hús vitna eins og svo margt á Íslandi um einhvers konar andúð á fegurðinni, uppreisn gegn hlutföllunum án þess að sérstök hugsun búi að baki önnur en sú hugmynd að ljótleiki vitni um látleysi og praktískan þankagang. Þetta virðist vera kennt í verkfræðideildunum sem útskrifa mennina sem einkum fá að reisa hús hér á landi, en er meinloka. Hið ljóta er ekki ódýrara en hið fagra; bara ljótara. Fegurðin er ekki óþörf: hún er frumþörf. Og þegar ljótleiki verður allsráðandi í byggingum húsa dregur mannlífið dám af því; það verður ljótt. Kaldar og gráar og svartar kassabyggingar eru eins og ljótt krass í sjóndeildarhringinn. Þegar maður á þess kost að sjá Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði en fær bara slíkt krass – þá jafngildir það mannréttindabroti.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom frá útlöndum um daginn fór ég að hugsa um „skerta rýmisgreind“. Það er víst ein af þessum nýmóðins greiningum og einhvern tímann skildist mér að hún ætti vel við mig.Víðáttu-vitlausSkert rýmisgreind ku ekki síst lýsa sér í óvenju bágborinni ratvísi, sem er svo sannarlega af skornum skammti hjá mér, ég er algjör rati; ég er beinlínis víðáttu-vitlaus. Ég þekki engin fjöll, kann engin örnefni, er ættleri miðað við afa minn Indriða sem gat ungur smali ratað heim í niðaþoku með því að þreifa á steinum og finna jökulrispur sem hjálpuðu honum að átta sig – sem minnir okkur á alla þá eiginleika sem við höfum glatað með því að gerast borgarmenni. Borgin: Ég hef ráfað um Þingholtin fullkomlega ráðvilltur í leit að Grundarstíg; ég hef lent í Efsta-Breiðholti á leið í Árbæ, verið kominn langleiðina til Akureyrar á leið í Stykkishólm; ekið um Kópavoginn úrkula vonar um að finna nokkru sinni leiðina út úr því martraðarkennda völundarhúsi og þar fram eftir nákvæmlega eins götunum. Maður á náttúrlega aldrei að gera eigin galla að allsherjarreglu, og engum skal ég ætla að vera jafn víðáttu-vitlaus og ég. En – því er ekki að neita að stundum hefur það hvarflað að mér hvort skert rýmisgreind í vægum og víðum skilningi sé útbreiddari hér á landi en til dæmis í Japan eða bara Danmörku: það er að segja, einhvers konar ónæmi á umhverfi sitt, skortur á næmi fyrir rýminu í kring, kannski eiginleiki sem vex fram hjá fólki sem vanist hefur því að hafa nóg pláss. Veldur kannski skert rýmisgreind því að Íslendingar gefa ekki stefnuljós – ekki einu sinni þeir sem eru í innri hring á hringtorgi? Veldur skert rýmisgreind íslenskri raðamenningu? Ræður hún för þegar teiknuð eru og reist hús hér á landi? Og umhverfi skipulagt?Dautt barrtréÉg fór sem sé að hugsa um þetta þegar ég kom frá útlöndum á dögunum, snemma morguns eftir langt næturflug í þröngum sætum, þröngu rými. Kalt rokið reif í mann og þyrlaði upp hugsunum sem lúrðu neðst í hugskoti; þetta var grár sandbruðnings-svarri og þegar maður var kominn upp í flugrútuna skynjaði maður umhverfi sitt með augum heimalningsins sem skerpast fyrsta hálftímann eftir lendingu en dofna svo hægt og rólega. Það sveið í morgunsárinu og skilningarvitin voru næm og í smástund beið ég spenntur eftir því sem kynni að blasa við þyrstum augum mínum. Það fyrsta sem ég sá af landinu mínu fagra þegar rútan var lögð af stað frá Keflavíkurflugvelli var dautt barrtré. Það stóð þarna í grámanum og næðingnum, „illa rætt og undarlega sett“ eins og váboði. Eins og tákn. Ég velti fyrir mér hver hefði haft fyrir því að pota niður svona tré á svo fráleitum stað þar sem það átti svo augljóslega ekki heima. Og hver hugsunin á bak við svo einkennilegt framtak gæti eiginlega verið. Ég velti því líka fyrir mér af hverju enginn fjarlægði tréð. Ákvað svo að sennilega væri þetta nokkurs konar minnisvarði um skerta rýmisgreind; fullkomið ónæmi á umhverfi og náttúru. Ég fann til feginleika þegar komið var í Hafnarfjörðinn, þennan fallega og hlýlega bæ, þar sem að vísu hafa verið sett niður í Hraununum hús sem virðast byggð af mönnum með formskyn á við fjögurra ára börn – með skerta rýmisgrein. Þau hús vitna eins og svo margt á Íslandi um einhvers konar andúð á fegurðinni, uppreisn gegn hlutföllunum án þess að sérstök hugsun búi að baki önnur en sú hugmynd að ljótleiki vitni um látleysi og praktískan þankagang. Þetta virðist vera kennt í verkfræðideildunum sem útskrifa mennina sem einkum fá að reisa hús hér á landi, en er meinloka. Hið ljóta er ekki ódýrara en hið fagra; bara ljótara. Fegurðin er ekki óþörf: hún er frumþörf. Og þegar ljótleiki verður allsráðandi í byggingum húsa dregur mannlífið dám af því; það verður ljótt. Kaldar og gráar og svartar kassabyggingar eru eins og ljótt krass í sjóndeildarhringinn. Þegar maður á þess kost að sjá Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði en fær bara slíkt krass – þá jafngildir það mannréttindabroti.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun