Útlendinga í sjávarútveginn? Björgvin Guðmundsson skrifar 29. júlí 2005 00:01 Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar