Ég nenni ekki að bíða eftir bílnum – saga um ferðaþjónustu Strætó og aðgengi Þórey Rut Jóhannesdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Ég hef mikinn áhuga á aðgengismálum. Níunda grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi. Þar segir að aðgengi að ferðaþjónustu skuli vera ódýrt og gott. Ferðaþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd frá því að Strætó tók við þjónustunni og það hefur gengið á ýmsu og margir hafa verið ósáttir eins og flestir þekkja. Sumt er þó gott, það er til dæmis gott að fá sms þegar það eru 15 mínútur í að bíllinn komi. Það er líka gott að geta hringt á kvöldin og pantað bíl og það er jákvætt að geta pantað bíl með styttri fyrirvara en áður. En það er líka margt sem má bæta eins og til dæmis er biðtíminn eftir að bíllinn komi stundum of langur. Ég var til dæmis að fara í matarboð um daginn og átti pantaðan bíl klukkan 18.30, hann kom ekki fyrr en rúmlega 19.00 og ég kom allt of seint í matarboðið. Stundum finnst mér að það sé ekki borin virðing fyrir tíma mínum og mér leiðist mikið að bíða eftir bílnum. Tíminn minn er líka dýrmætur, það má ekki gleymast. Ég fékk góða hugmynd um að athuga hvort Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, væri til í að prófa að nota hjólastól og ferðast með ferðaþjónustubíl í einn dag. Mér fannst mikilvægt að Jóhannes myndi fá tækifæri til að upplifa sjálfur hvernig það sé að vera í hjólastól því þeir sem ekki hafa prófað að sitja í hjólastól í ferðaþjónustubíl átta sig ekki endilega á því að þeir sem nota hjólastól finna meira fyrir aksturslagi, holóttum vegum og hraðahindrunum.Aðgengið skelfilegt Jóhannes tók strax vel í þetta og svo varð að fulltrúar Sendiherranna fóru á rúntinn með honum á Ferðaþjónustubíl númer 508. Fyrsti viðkomustaður var í götunni heima hjá mér. Færðin hafði verið slæm og göturnar voru holóttar. Næst fórum við á Háaleitisbrautina, þangað fer ég í sjúkraþjálfun í hverri viku. Háaleitisbrautin er sérstaklega holótt og þar eru margar hraðahindranir. Mér finnst mjög óþægilegt að fara yfir hraðahindranir því þá kemur mikill hristingur því bílarnir eru svo hastir. Það hefur áhrif á mig og ég fæ illt í bakið. Við keyrðum næst í miðbæinn og fórum út hjá Hinu húsinu. Litlu þröngu göturnar í miðbænum eru líka holóttar. Aðgengið í miðbænum er skelfilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. Ég fer því mjög sjaldan í miðbæinn vegna þess hve aðgengið þar er slæmt. Margir staðir þar, verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru ekki með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í miðbæinn eins og aðrir. Í staðinn fer ég í Kringluna eða Smáralind því þar er aðgengið gott. Í lok dagsins hittum við Margréti Erlu Maack og hún tók viðtal við okkur sem svo birtist í Íslandi í dag. Þar sagði Jóhannes að dagurinn hefði verið lærdómsríkur, hann væri orðinn þreyttur í bakinu og að þetta væri erfiðara heldur en hann hafði búist við. Við enduðum svo daginn saman á kaffihúsinu Te og kaffi í Kringlunni. Dagurinn var fínn og lærdómsríkur fyrir okkur öll. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, til að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherrunum part úr degi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mikinn áhuga á aðgengismálum. Níunda grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi. Þar segir að aðgengi að ferðaþjónustu skuli vera ódýrt og gott. Ferðaþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd frá því að Strætó tók við þjónustunni og það hefur gengið á ýmsu og margir hafa verið ósáttir eins og flestir þekkja. Sumt er þó gott, það er til dæmis gott að fá sms þegar það eru 15 mínútur í að bíllinn komi. Það er líka gott að geta hringt á kvöldin og pantað bíl og það er jákvætt að geta pantað bíl með styttri fyrirvara en áður. En það er líka margt sem má bæta eins og til dæmis er biðtíminn eftir að bíllinn komi stundum of langur. Ég var til dæmis að fara í matarboð um daginn og átti pantaðan bíl klukkan 18.30, hann kom ekki fyrr en rúmlega 19.00 og ég kom allt of seint í matarboðið. Stundum finnst mér að það sé ekki borin virðing fyrir tíma mínum og mér leiðist mikið að bíða eftir bílnum. Tíminn minn er líka dýrmætur, það má ekki gleymast. Ég fékk góða hugmynd um að athuga hvort Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, væri til í að prófa að nota hjólastól og ferðast með ferðaþjónustubíl í einn dag. Mér fannst mikilvægt að Jóhannes myndi fá tækifæri til að upplifa sjálfur hvernig það sé að vera í hjólastól því þeir sem ekki hafa prófað að sitja í hjólastól í ferðaþjónustubíl átta sig ekki endilega á því að þeir sem nota hjólastól finna meira fyrir aksturslagi, holóttum vegum og hraðahindrunum.Aðgengið skelfilegt Jóhannes tók strax vel í þetta og svo varð að fulltrúar Sendiherranna fóru á rúntinn með honum á Ferðaþjónustubíl númer 508. Fyrsti viðkomustaður var í götunni heima hjá mér. Færðin hafði verið slæm og göturnar voru holóttar. Næst fórum við á Háaleitisbrautina, þangað fer ég í sjúkraþjálfun í hverri viku. Háaleitisbrautin er sérstaklega holótt og þar eru margar hraðahindranir. Mér finnst mjög óþægilegt að fara yfir hraðahindranir því þá kemur mikill hristingur því bílarnir eru svo hastir. Það hefur áhrif á mig og ég fæ illt í bakið. Við keyrðum næst í miðbæinn og fórum út hjá Hinu húsinu. Litlu þröngu göturnar í miðbænum eru líka holóttar. Aðgengið í miðbænum er skelfilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. Ég fer því mjög sjaldan í miðbæinn vegna þess hve aðgengið þar er slæmt. Margir staðir þar, verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru ekki með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í miðbæinn eins og aðrir. Í staðinn fer ég í Kringluna eða Smáralind því þar er aðgengið gott. Í lok dagsins hittum við Margréti Erlu Maack og hún tók viðtal við okkur sem svo birtist í Íslandi í dag. Þar sagði Jóhannes að dagurinn hefði verið lærdómsríkur, hann væri orðinn þreyttur í bakinu og að þetta væri erfiðara heldur en hann hafði búist við. Við enduðum svo daginn saman á kaffihúsinu Te og kaffi í Kringlunni. Dagurinn var fínn og lærdómsríkur fyrir okkur öll. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, til að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherrunum part úr degi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun