Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna 21. júní 2004 00:01 Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun