Ef einhvern tímann er þörf... Erna Reynisdóttir skrifar 1. apríl 2020 09:00 Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi netverslun með áfengi Kæra Áslaug Arna, Barnaheill þakka fyrir svar þitt við síðasta erindi okkar til þín. Í tilefni af twitter færslu þinni um að ef einhverntímann væri þörf á netverslun með áfengi væri það núna, vilja Barnaheill árétta: Ef einhvern tímann er EKKI þörf fyrir.. aukna hættu á heimilisofbeldi aukna hættu á ofbeldi gegn börnum aukna hættu á að börn búi við vanrækslu hættu á auknum kvíða barna og andlegum áföllum ... þá er það núna. Barnaheill hafa ekki aðeins áhyggjur af aðgengi barna og ungmenna að áfengi, heldur ekki síður af auknu aðgengi foreldra að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu þess, eins og fram kom í síðasta bréfi Barnaheilla til þín. Rannsóknir sýna að aukin áfengisneysla foreldra hefur neikvæð áhrif á börn. Áfengisneysla slævir huga og dómgreind fólks. Áfengisneysla þeirra foreldra sem nú þegar stunda hana stjórnlaust færist meira inn á heimilin sökum samkomubanns. Það ástand eykur álag á börn umtalsvert og kvíði þeirra eykst við að sjá foreldra sína í annarlegu ástandi. Með þessu er ekki verið að segja að enginn geti haft áfengi um hönd. En áfengi á ekki að hafa um hönd í kringum og innan um börn. Barnaheill skora á þig að bæta ekki á vanda barna sem búa við óöruggar uppeldisaðstæður með því að auka aðgengi enn frekar að áfengi en nú er orðið. Börn geta ekki valið sér heimilisaðstæður og það búa ekki öll börn við heimilisfrið. Börn eiga hins vegar rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu, án mismununar. Stjórnvöld þurfa því að tryggja sérstaklega vernd barna í óviðunandi aðstæðum gegn aukinni áfengisneyslu, vegna hinna neikvæðu afleiðinga sem af henni hljótast. Nú er brýnt að við sem samfélag finnum allar þær jákvæðu leiðir sem fyrirfinnast til að vinna saman á þessum tímum og að aðstoða allt samfélagið í gegnum erfiða stöðu vegna Covid 19. Ef einhvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna. Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja sérstaka áherslu á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi netverslun með áfengi Kæra Áslaug Arna, Barnaheill þakka fyrir svar þitt við síðasta erindi okkar til þín. Í tilefni af twitter færslu þinni um að ef einhverntímann væri þörf á netverslun með áfengi væri það núna, vilja Barnaheill árétta: Ef einhvern tímann er EKKI þörf fyrir.. aukna hættu á heimilisofbeldi aukna hættu á ofbeldi gegn börnum aukna hættu á að börn búi við vanrækslu hættu á auknum kvíða barna og andlegum áföllum ... þá er það núna. Barnaheill hafa ekki aðeins áhyggjur af aðgengi barna og ungmenna að áfengi, heldur ekki síður af auknu aðgengi foreldra að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu þess, eins og fram kom í síðasta bréfi Barnaheilla til þín. Rannsóknir sýna að aukin áfengisneysla foreldra hefur neikvæð áhrif á börn. Áfengisneysla slævir huga og dómgreind fólks. Áfengisneysla þeirra foreldra sem nú þegar stunda hana stjórnlaust færist meira inn á heimilin sökum samkomubanns. Það ástand eykur álag á börn umtalsvert og kvíði þeirra eykst við að sjá foreldra sína í annarlegu ástandi. Með þessu er ekki verið að segja að enginn geti haft áfengi um hönd. En áfengi á ekki að hafa um hönd í kringum og innan um börn. Barnaheill skora á þig að bæta ekki á vanda barna sem búa við óöruggar uppeldisaðstæður með því að auka aðgengi enn frekar að áfengi en nú er orðið. Börn geta ekki valið sér heimilisaðstæður og það búa ekki öll börn við heimilisfrið. Börn eiga hins vegar rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu, án mismununar. Stjórnvöld þurfa því að tryggja sérstaklega vernd barna í óviðunandi aðstæðum gegn aukinni áfengisneyslu, vegna hinna neikvæðu afleiðinga sem af henni hljótast. Nú er brýnt að við sem samfélag finnum allar þær jákvæðu leiðir sem fyrirfinnast til að vinna saman á þessum tímum og að aðstoða allt samfélagið í gegnum erfiða stöðu vegna Covid 19. Ef einhvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna. Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja sérstaka áherslu á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun