Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 11:30 Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun