Körfubolti

Seldu handklæði Kobe Bryant á 4,6 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant með handklæðið á herðunum eftir 60 stiga leikinn með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center
Kobe Bryant með handklæðið á herðunum eftir 60 stiga leikinn með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center Getty/Harry How

Kobe Bryant heitinn var með handklæði á herðunum eftir lokaleik hans í NBA-deildinni í aprílmánuði fyrir rétt tæpum fjórum árum. Þetta handklæði hlýtur að vera það verðmætasta í heimi.

Kobe endaði NBA-ferill sinn á magnaðri frammistöðu þegar hann skoraði 60 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í síðasta leiknum sínum.

Minningargripir tengdum Kobe Bryant hafa hækkað mikið í verði síðan að hann fórst í þyrluslysi í janúar ásamt þrettán ár dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum.

Eftir síðasta leikinn sinn fékk hann handklæði og hann var með það á herðunum þegar hann hélt kveðjuræðuna eftir leikinn. Kobe endaði hana á orðunun: „Mamba out“ sem er vísun í það að hann bar jafnan viðurnefnið „Black Mamba“ sem er nafn á svartri eiturslöngu.

Áhorfandinn sem fékk handklæðið fyrst frá Kobe Bryant 13. apríl 2016 seldi það fyrir 8.365 þúsund Bandaríkjadali á öðru uppboði sama ár.

Í gær var annað uppboð á handklæðinu og tveimur miðum á lokaleikinn hans og þessi pakki seldist á 33.077 þúsund dollara eða fyrir meira en 4,6 milljónir íslenskra króna.

Sá sem var tilbúinn að borga svona mikið fyrir handklæðið var maður að nafni David Kohler sem er mikill safnari á munum tengdum Los Angeles Lakers liðinu. Hann er þekktur fyrir það að eiga stærsta safn Lakers minjagripa í heiminum.

„Hann er mikill Lakers aðdáandi. Langtímaplanið hans er að búa til safn í suður Kaliforníu,“ sagði Jeff Woolf sem er forseti Iconic Auctions sem var með gripina á uppboði sínu.

David Kohler hafi á dögunum borgað 30 þúsund dollara fyrir árbók úr gagnfræðisskóla sem Kobe Bryant skrifað nafnið sitt í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×