Körfubolti

„Hug­myndin að spila leikinn er ein mesta van­virðing við ís­lenskt heil­brigðis­kerfi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson, Finnur Freyr Stefánsson og Kjartan Atli Kjartansson fóru yfir stöðuna í körfuboltanum í gær.
Henry Birgir Gunnarsson, Finnur Freyr Stefánsson og Kjartan Atli Kjartansson fóru yfir stöðuna í körfuboltanum í gær. mynd/s2s

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku, segir að sú hugmynd um að spila hefði átt leik Hamars og Hattar í 1. deild karla eftir að samkomubannið var sett á, til þess að útkljá hvort liðið ætti að fara upp hafi verið vanvirðing við heilbrigðiskerfið.

Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem rætt var um ýmis málefni. Eitt af því var málefni Hamars, sem eru afar ósáttir við ákvörðun KKÍ um að einungis eitt lið hafi farið upp í efstu deild karla í körfubolta.

Finnur Freyr segir að sú hugmynd sem stungið hafði upp höfði að leika ætti leikinn og síðan setja deildina á ís hafi verið vanvirðing.

„Hugmyndin að spila leikinn er held ég ein mesta vanvirðing við íslenskt heilbrigðiskerfi. Að ætlast til þess að fá einhverja heilbrigðisstarfsmenn til þess að koma og testa einhverja körfuboltamenn til að spila einhvern leik til þess að komast upp úr einhverri íþróttadeild,“ sagði Finnur.

„Það fannst mér mesta vanvirðingin sem hægt var að segja út úr þessu. Að það ætti að spila einhvern leik þegar það er samkomubann og brot á sóttvarnarlögum en Hamar á fullan rétt að vera ósátt og auðvitað eiga þeir að leita réttar síns.“

„Þessi yfirlýsing sem Hamar gefur út um að þessi ákvörðun sé ólögleg. Bingó. Það fannst mér rétta svarið og rétta framkoman hjá körfuknattleiksdeildinni,“ sagði Finnur.

Klippa: Sportið í dag: Finnur um Hamarsmálið

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×