Sjúkraliðar standa vaktina - en hvað svo? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 19. apríl 2020 20:32 Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun