Þrjátíu ár frá sögulegri sjöu Framkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 17:00 Framkonur fagnar Íslandsmeistaratitlinum á þessari mynd á síðum DV 28. mars 1990. Skjámynd/DV Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012) Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson
Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira