Viðskipti innlent

Viðar hættir sem forstjóri Valitors eftir áratug í starfi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Viðar Þorkelsson, fráfarandi forstjóri Valitors
Viðar Þorkelsson, fráfarandi forstjóri Valitors

Viðar Þorkelsson er sagður hafa komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að hann láti af störfum sem forstjóri Valitors, eftir áratug við stjórnvölinn. Í yfirlýsingu frá Valitor segir að hann láti af störfum um næstu mánaðamót en verði stjórn félagsins „til ráðgjafar“ næstu mánuði. 

Í sömu tilkynningu er tekið fram að Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Valitor, taki tímabundið við starfi forstjóra eða allt þar til nýr forstjóri verður ráðinn. Þór Hauksson, varaformaður stjórnar, tekur við sem stjórnarformaður á meðan Herdís sinnir starfi forstjóra.

Sjá einnig: Starfsmönnum Valitors fækkar um 60

Haft er eftir Viðari að hann telji þetta rétta tímann til að „stíga til hliðar og fela öðrum að taka við keflinu.“ Hann hafi leitt viðamikla endurskipulagningu félagsins á síðustu misserum og að eftir standi sterkt fyrirtæki með öflugan mannauð. Stjórn Valitor þakkar honum enda sérstaklega fyrir að hafa staðið vel að umræddri endurskipulagningu.

Hún fól meðal annars í sér fjöldauppsagnir, bæði síðastliðið haust og svo aftur í upphafi árs þegar starfsmönnum Valitor var fækkað um 60. Var þetta gert til að reyna að snúa við viðvarandi taprekstri félagsins undanfarin ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×