Þakkir fyrir umönnun á Fosshótel Lind Kjartan Almar Kárson skrifar 19. apríl 2020 17:00 Nú er liðið að lokum á áhugaverðri lífsreynslu í lífi mínu. Eftir að hafa verið greindur með Covid-19 veiruna hef ég síðastliðnar tvær vikur verið einangraður innan veggja þriggja stjörnu herbergis á FossHótel Lind við Rauðárstíg. Það er skondið að hugsa til þess að þetta herbergi, sem ætlað hefur verið fyrir ferðalanga til að hvíla lúin bein í framandi landi, þjóni nú sem heimili Íslendings sem býr innan sama póstfangs. Þetta eru skrítnir og óneitanlega hrikalegir tímar sem hafa þó haft margt gott í skauti sér, allavega fyrir mig persónulega. undanfarnar tvær vikur hef ég haft meiri tíma til að kynnast sjálfum mér og líta innávið en ég hef gert alla mína 25 ára ævi. í tilefni af kvartaldarafmæli mínu fæ ég að endurfæðast inn í gjörólíkan heim sem nýr maður, með nýja lífssýn. Frá því ég var innskrifaður hef ég verið einkennalaus og nógu heilsuhraustur til að sinna minni daglegu líkamlegu vinnu, en hef eins og svo mörgum öðrum verið meinað það. Ég hef því engu starfi þurft að sinna, engum erindagjörðum, þrifum, eldamennsku, og verandi barnlaus og nýlega einstæður, ekki sálu - bara sjálfum mér. Ég er í fyrsta sinn síðan ég var barn, frjáls til finna í mér kjarnann í fullkomnu aðgerðarleysi og hefur þessi reynsla verið fræðandi og dýrmæt, en að sama skapi erfið og ógnvænleg. Mínir dagar í vist hér hafa verið mikil forréttindi sem ekki allir Covid-19 smitaðir hafa notið góðs af og ég finn fyrir miklu þakklæti í garð allra sem hafa veitt mér aðstoð. Því þó að heilsufarslegt ástand hafi ekki verið af alvarlegum toga hafið þið hjálpað manni sem átti um sárt að binda á hátt sem hvorki ég né þið sáuð fyrir. Verandi kvíðasjúklingur frá unga aldri og í seinni tíð mikil tilfinningavera í tilvistarangist, óttaðist ég hugmyndina að einangra mig í sama herberginu í tvær vikur samfleytt, sérstaklega á óvissu tímum, og sá fyrir mér geðbilun og kvíðakast fylgja því að vera svona lengi einn með eigin hugsunum. Andstæðan reyndist sönn. Ég var meðvitaðri um líðan mína og passaði að fara betur með mig en ég hefði annars gert, með hjálp hugleiðslu, öndunaræfinga, hreyfingu og holls mataræðis auk áfengis- og kaffibindindis. Ég sé nú áhrif hvers og eins þessara áhrifavalda í skýrara ljósi og get verið meðvitaðri og varkárari gagnvart þeim í mínu komandi daglega lífi. Að öðru leyti, reyndust fyrstu dagarnir erfiðir því ég þarf sífellt að vera á flakki að finna verkefni til að sinna til að framfleyta sjálfum mér, ná lengra, og seðja sjálfið. Þessi gulrót sem ég og margir samlandar mínir eltumst ótrauðir við hefur smám saman leitt okkur af vegi þess sem er mikilvægt í lífinu og fjær hamingjunni. Það hefur orðið mér ljóst að við erum í okkar daglega lífi, á mismeðvitaðan hátt, aðeins að dreifa huganum og seinka því að horfast í augu við okkur sjálf, hver við erum, hvað við viljum og að lokum okkar óhjákvæmilega dauðadag. Þetta meðvitundarleysi er félagslegur kvilli sem hefur lagst á vestrænt samfélag og fyllt okkur kvíða og óhamingju, löngu áður en þessi Covid-19 veira herjaði á. Að hafa horfst í augu við þennan kvilla hefur verið græðandi. Því get ég sagt að eftir þessa einangrun verð ég því læknaður af fleiri en einni veiki - einni tímabundinni og einni langvarandi. Ég vil þakka Rauða Krossinum, Landspítalanum, Sjúkratryggingum og Covid-teyminu kærlega fyrir þá umönnun og aðstoð sem þau hafa veitt mér á meðan dvölinni stóð sem hefur mest verið fólgin í því að færa mér hollan og gómsætan mat og ekki síður í formi andlegs stuðnings, félagsskapar og umhyggju. Ykkar góðvild og hjálpsemi hefur margskilað sér og ég vil að þið vitið að hún er móttekin og vel metin. Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa hægt á gangi lífs míns og gefið mér tækifæri til að kynnast sjálfum mér í aðstæðum sem ég hefði erfiðlega fengið mig til að komast í. Í gegnum þessa reynslu hef ég róast gagnvart tilvistarkreppunni og andlegu óþægindunum sem eiga það til að hrjá fólk með þunglyndi og kvíða. Fólk fer oft í reisur til framandi landa til að komast í slíka snertingu við sjálft sig, þá oft í formi hugleiðslu, yoga eða annars andlegs undanhalds. Með þessari reynslu lærði ég að þú þarft ekki að fara neitt til að komast á þennan stað. Ég vona að aðrir fái tækifæri til að komast á þennan andlega stað án þess að þurfa að ferðast yfir hnöttinn eða að setja sig í þá hættu að láta smitast af einhverri árans veiru eins og ég. Hvort sem slíkt tækifæri gefst eða ei, trúi ég að við munum öll komast í gegnum þetta tímabil sem betri, hamingjusamari og meðvitaðri manneskjur. Verum dugleg að að passa upp á náungann og förum vel með okkur. Takk Rauði Krossinn, Takk Fosshótel, Takk Landspítalinn, Takk Covid. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú er liðið að lokum á áhugaverðri lífsreynslu í lífi mínu. Eftir að hafa verið greindur með Covid-19 veiruna hef ég síðastliðnar tvær vikur verið einangraður innan veggja þriggja stjörnu herbergis á FossHótel Lind við Rauðárstíg. Það er skondið að hugsa til þess að þetta herbergi, sem ætlað hefur verið fyrir ferðalanga til að hvíla lúin bein í framandi landi, þjóni nú sem heimili Íslendings sem býr innan sama póstfangs. Þetta eru skrítnir og óneitanlega hrikalegir tímar sem hafa þó haft margt gott í skauti sér, allavega fyrir mig persónulega. undanfarnar tvær vikur hef ég haft meiri tíma til að kynnast sjálfum mér og líta innávið en ég hef gert alla mína 25 ára ævi. í tilefni af kvartaldarafmæli mínu fæ ég að endurfæðast inn í gjörólíkan heim sem nýr maður, með nýja lífssýn. Frá því ég var innskrifaður hef ég verið einkennalaus og nógu heilsuhraustur til að sinna minni daglegu líkamlegu vinnu, en hef eins og svo mörgum öðrum verið meinað það. Ég hef því engu starfi þurft að sinna, engum erindagjörðum, þrifum, eldamennsku, og verandi barnlaus og nýlega einstæður, ekki sálu - bara sjálfum mér. Ég er í fyrsta sinn síðan ég var barn, frjáls til finna í mér kjarnann í fullkomnu aðgerðarleysi og hefur þessi reynsla verið fræðandi og dýrmæt, en að sama skapi erfið og ógnvænleg. Mínir dagar í vist hér hafa verið mikil forréttindi sem ekki allir Covid-19 smitaðir hafa notið góðs af og ég finn fyrir miklu þakklæti í garð allra sem hafa veitt mér aðstoð. Því þó að heilsufarslegt ástand hafi ekki verið af alvarlegum toga hafið þið hjálpað manni sem átti um sárt að binda á hátt sem hvorki ég né þið sáuð fyrir. Verandi kvíðasjúklingur frá unga aldri og í seinni tíð mikil tilfinningavera í tilvistarangist, óttaðist ég hugmyndina að einangra mig í sama herberginu í tvær vikur samfleytt, sérstaklega á óvissu tímum, og sá fyrir mér geðbilun og kvíðakast fylgja því að vera svona lengi einn með eigin hugsunum. Andstæðan reyndist sönn. Ég var meðvitaðri um líðan mína og passaði að fara betur með mig en ég hefði annars gert, með hjálp hugleiðslu, öndunaræfinga, hreyfingu og holls mataræðis auk áfengis- og kaffibindindis. Ég sé nú áhrif hvers og eins þessara áhrifavalda í skýrara ljósi og get verið meðvitaðri og varkárari gagnvart þeim í mínu komandi daglega lífi. Að öðru leyti, reyndust fyrstu dagarnir erfiðir því ég þarf sífellt að vera á flakki að finna verkefni til að sinna til að framfleyta sjálfum mér, ná lengra, og seðja sjálfið. Þessi gulrót sem ég og margir samlandar mínir eltumst ótrauðir við hefur smám saman leitt okkur af vegi þess sem er mikilvægt í lífinu og fjær hamingjunni. Það hefur orðið mér ljóst að við erum í okkar daglega lífi, á mismeðvitaðan hátt, aðeins að dreifa huganum og seinka því að horfast í augu við okkur sjálf, hver við erum, hvað við viljum og að lokum okkar óhjákvæmilega dauðadag. Þetta meðvitundarleysi er félagslegur kvilli sem hefur lagst á vestrænt samfélag og fyllt okkur kvíða og óhamingju, löngu áður en þessi Covid-19 veira herjaði á. Að hafa horfst í augu við þennan kvilla hefur verið græðandi. Því get ég sagt að eftir þessa einangrun verð ég því læknaður af fleiri en einni veiki - einni tímabundinni og einni langvarandi. Ég vil þakka Rauða Krossinum, Landspítalanum, Sjúkratryggingum og Covid-teyminu kærlega fyrir þá umönnun og aðstoð sem þau hafa veitt mér á meðan dvölinni stóð sem hefur mest verið fólgin í því að færa mér hollan og gómsætan mat og ekki síður í formi andlegs stuðnings, félagsskapar og umhyggju. Ykkar góðvild og hjálpsemi hefur margskilað sér og ég vil að þið vitið að hún er móttekin og vel metin. Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa hægt á gangi lífs míns og gefið mér tækifæri til að kynnast sjálfum mér í aðstæðum sem ég hefði erfiðlega fengið mig til að komast í. Í gegnum þessa reynslu hef ég róast gagnvart tilvistarkreppunni og andlegu óþægindunum sem eiga það til að hrjá fólk með þunglyndi og kvíða. Fólk fer oft í reisur til framandi landa til að komast í slíka snertingu við sjálft sig, þá oft í formi hugleiðslu, yoga eða annars andlegs undanhalds. Með þessari reynslu lærði ég að þú þarft ekki að fara neitt til að komast á þennan stað. Ég vona að aðrir fái tækifæri til að komast á þennan andlega stað án þess að þurfa að ferðast yfir hnöttinn eða að setja sig í þá hættu að láta smitast af einhverri árans veiru eins og ég. Hvort sem slíkt tækifæri gefst eða ei, trúi ég að við munum öll komast í gegnum þetta tímabil sem betri, hamingjusamari og meðvitaðri manneskjur. Verum dugleg að að passa upp á náungann og förum vel með okkur. Takk Rauði Krossinn, Takk Fosshótel, Takk Landspítalinn, Takk Covid.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun