Hefur stúdentapólitíkin lélegt orðspor? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 25. mars 2020 13:00 Yfir þær tvær vikur sem fara undir kosningar á hverju ári eiga setningar á borð við “Stúdentapólitík er það asnalegasta sem ég veit um”, það til að fara róma um veggi háskólans. Þeir rótttækari ganga jafnvel lengra og segja “af hverju nýtum við ekki tímann og leggjum niður Stúdentaráð”. Þegar stúdentapólitík byrjar að lykta eins og kattasandur verður hún skiljanlega mjög fráhrindandi. En þó það sé sorgleg en sönn staðreynd að kosningabaráttur eigi það til að draga fram það versta í jafnvel besta fólki, er yfirgnæfandi meirihluti Stúdentaráðsliða beggja fylkinga að vinna saman yfir hvert starfsár og það jafnvel vel. En sá raunveruleiki getur auðveldlega dulist flestum grandvörum áhorfendum þegar leðjan verður álitlegur staður fyrir fulltrúum stúdenta. Eftir fimm ár af mismikilli þáttöku í hagsmunabaráttu stúdenta hef ég komist að því að hún er mikilvæg. Leðjuslagur hins vegar, eru fullkomnlega ónauðsynlegur og óþarfur fylgifiskur. Enda einungis til þess fallin að koma óorði á baráttuna, fylkingarnar og alla þá sem saman langar að gera háskólann að betri stað fyrir okkur öll. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir ránstilraunir af heiðri af sameiginlegum afrekum, framapot og almennt skítkast sem allir taka eftir og enginn tekur alvarlega, stendur enginn uppi sem sigurvegari. Þegar fylkingarnar hætta að láta þetta snúast um sig og láta allt sitt púður í hagsmuni stúdenta, þá byrja fjöllin að færast og það hratt jafnvel. Sagan hefur ítrekað sýnt fram á að hagsmunabarátta stúdenta skilar sér og um leið og stúdentar slaka á vörnum sínum er ávallt reynt að valta yfir þennan viðkvæma samfélagshóp og því til dæmis var síðasta atlagan í síðustu viku þegar ríkisstjórnin smíðaði Covid-19 björgunarfrumvarp án þess að taka tillit til stúdenta. Ef ekki hefði verið fyrir snögg viðbrögð og öfluga vörn Stúdentaráðs þá hefðu stúdentum ekki verið hleypt inn í partíið í enn eitt skiptið. Hagsmunabaráttan hefur skilað ótrúlegustu sigrum og ýmist af því sem við teljum sjálfsagt í dag er einungis til komið vegna hennar. Má meðal annars nefna prófasöfn, prófleynd, prófréttindi og ýmislegt sem ekki kemst í umræðuna. Að ógleymdum félagslegu þáttunum eins og þátttöku stúdenta í stofnun FS og samvinnu með stofnuninni frá upphafi. Á síðasta stúdentaráðsfundi starfsársins hélt ég tölu yfir meðlimum fylkinganna og biðlaði til þeirra að horfa á stóru myndina, nýta tækifærið og fara inn í þessa kosningabaráttu sem félagar en ekki andstæðingar. Við sem njótum þess heiðurs að fá að taka að okkur þetta umboðshlutverk fyrir samnemendur okkar skuldum þeim að vera góðar fyrirmyndir. Það minnsta sem við getum gert er að standa undir sömu kröfum og við ætlumst til af öðrum. Ég vil nýta tækifærið og biðla til þeirra aðila sem munu stýra fylkingunum að setjast niður ásamt forverum sínum eftir kosningar og setja sér verklagsreglur um framkomu í garð hvors annars og hvernig farið verður að málunum milli þeirra. Setningar á borð við “Stúdentaráðsliðar fylkingarinnar x komu þessi í gegn” verða heyra sögunni til. Öflug rödd stúdenta er ekki einangruð rödd sem krefst viðurkenningar á verkum sínum. Sameinuð og málefnaleg rödd stúdenta nær árangri, það er staðreynd. Hættum að dreifa rangfærslum og virðum hagsmunabaráttuna. Tökum umræðuna upp á hærra plan, enda fátt meira hressandi en draga djúpan andann í hreinu andrúmslofti. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir þær tvær vikur sem fara undir kosningar á hverju ári eiga setningar á borð við “Stúdentapólitík er það asnalegasta sem ég veit um”, það til að fara róma um veggi háskólans. Þeir rótttækari ganga jafnvel lengra og segja “af hverju nýtum við ekki tímann og leggjum niður Stúdentaráð”. Þegar stúdentapólitík byrjar að lykta eins og kattasandur verður hún skiljanlega mjög fráhrindandi. En þó það sé sorgleg en sönn staðreynd að kosningabaráttur eigi það til að draga fram það versta í jafnvel besta fólki, er yfirgnæfandi meirihluti Stúdentaráðsliða beggja fylkinga að vinna saman yfir hvert starfsár og það jafnvel vel. En sá raunveruleiki getur auðveldlega dulist flestum grandvörum áhorfendum þegar leðjan verður álitlegur staður fyrir fulltrúum stúdenta. Eftir fimm ár af mismikilli þáttöku í hagsmunabaráttu stúdenta hef ég komist að því að hún er mikilvæg. Leðjuslagur hins vegar, eru fullkomnlega ónauðsynlegur og óþarfur fylgifiskur. Enda einungis til þess fallin að koma óorði á baráttuna, fylkingarnar og alla þá sem saman langar að gera háskólann að betri stað fyrir okkur öll. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir ránstilraunir af heiðri af sameiginlegum afrekum, framapot og almennt skítkast sem allir taka eftir og enginn tekur alvarlega, stendur enginn uppi sem sigurvegari. Þegar fylkingarnar hætta að láta þetta snúast um sig og láta allt sitt púður í hagsmuni stúdenta, þá byrja fjöllin að færast og það hratt jafnvel. Sagan hefur ítrekað sýnt fram á að hagsmunabarátta stúdenta skilar sér og um leið og stúdentar slaka á vörnum sínum er ávallt reynt að valta yfir þennan viðkvæma samfélagshóp og því til dæmis var síðasta atlagan í síðustu viku þegar ríkisstjórnin smíðaði Covid-19 björgunarfrumvarp án þess að taka tillit til stúdenta. Ef ekki hefði verið fyrir snögg viðbrögð og öfluga vörn Stúdentaráðs þá hefðu stúdentum ekki verið hleypt inn í partíið í enn eitt skiptið. Hagsmunabaráttan hefur skilað ótrúlegustu sigrum og ýmist af því sem við teljum sjálfsagt í dag er einungis til komið vegna hennar. Má meðal annars nefna prófasöfn, prófleynd, prófréttindi og ýmislegt sem ekki kemst í umræðuna. Að ógleymdum félagslegu þáttunum eins og þátttöku stúdenta í stofnun FS og samvinnu með stofnuninni frá upphafi. Á síðasta stúdentaráðsfundi starfsársins hélt ég tölu yfir meðlimum fylkinganna og biðlaði til þeirra að horfa á stóru myndina, nýta tækifærið og fara inn í þessa kosningabaráttu sem félagar en ekki andstæðingar. Við sem njótum þess heiðurs að fá að taka að okkur þetta umboðshlutverk fyrir samnemendur okkar skuldum þeim að vera góðar fyrirmyndir. Það minnsta sem við getum gert er að standa undir sömu kröfum og við ætlumst til af öðrum. Ég vil nýta tækifærið og biðla til þeirra aðila sem munu stýra fylkingunum að setjast niður ásamt forverum sínum eftir kosningar og setja sér verklagsreglur um framkomu í garð hvors annars og hvernig farið verður að málunum milli þeirra. Setningar á borð við “Stúdentaráðsliðar fylkingarinnar x komu þessi í gegn” verða heyra sögunni til. Öflug rödd stúdenta er ekki einangruð rödd sem krefst viðurkenningar á verkum sínum. Sameinuð og málefnaleg rödd stúdenta nær árangri, það er staðreynd. Hættum að dreifa rangfærslum og virðum hagsmunabaráttuna. Tökum umræðuna upp á hærra plan, enda fátt meira hressandi en draga djúpan andann í hreinu andrúmslofti. Höfundur er háskólanemi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun