Handbolti

Afturelding fær þrjá leikmenn frá ÍR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Andri leikur með Aftureldingu á næsta tímabili.
Sveinn Andri leikur með Aftureldingu á næsta tímabili. vísir/bára

Karlalið Aftureldingar í handbolta fær þrjá leikmenn frá ÍR í sumar. Samkvæmt heimildum Vísis eru það Bergvin Þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Þrándur Gíslason Roth.

Samningar þremenninganna við ÍR renna út í sumar. ÍR-ingar eiga í fjárhagserfiðleikum og hafa ákveðið að draga saman seglin.

Bergvin, sem er 28 ára skytta, hefur leikið með ÍR undanfarin ár en hann kom til liðsins frá Akureyri. Í vetur hefur hann skorað 60 mörk í 18 leikjum í Olís-deild karla. Þá er hann í stóru hlutverki í vörn Breiðhyltinga.

Sveinn Andri, sem er 21 árs, er uppalinn ÍR-ingur. Leikstjórnandinn hefur skorað 60 mörk í 18 deildarleikjum í vetur.

Þrándur, sem er 31 árs línumaður, lék áður með Aftureldingu. Hann hefur skorað 50 mörk í 19 deildarleikjum á þessu tímabili.

Gunnar Magnússon tekur við Aftureldingu af Einari Andra Einarssyni eftir tímabilið.

Afturelding er í 3. sæti Olís-deildarinnar en ÍR í því sjötta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.