Hvers virði erum við? Dröfn Vilhjálmsdóttir skrifar 21. mars 2020 19:30 Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun