Viðskipti innlent

Samherji óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu vegna fordæmalausra aðstæðna

Andri Eysteinsson skrifar
visir-img
Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson

Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum.

Sjá einnig: Samherji nú með yfirtökuskyldu í Eimskip.

Gengið var frá kaupum Samherja Holding á 3,05% hluta í Eimskip 10. Mars síðastliðinn og átti félagið því 30,11% heildarhlut í Eimskip. Líkt og áskilið er í lögum var Samherja því skylt að senda öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Heimild er í lögum fyrir því að veita undanþágu vegna sérstakra aðstæðna.

Í tilkynningu frá Samherja í dag kemur fram að Samherji Holding hafi sent fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem óskað er eftir undanþágu frá áðurnefndri yfirtökuskyldu. Vísar Samherji þar til fordæmalausra aðstæðna sem myndast hafi í efnahagskerfinu vegna kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum.

Á örfáum dögum hefur allt efnahagsumhverfið breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Áhrifin eru afar víðtæk og keðjuverkandi á fjármálamarkaði og á efnahagslífið í heild sinni. Við teljum ekki skynsamlegt að tilboð um yfirtöku fari fram í skugga þess mikla umróts sem nú á sér stað. Við vonum öll að aðstæður verði heppilegri fyrr en síðar. Trú okkar á framtíð Eimskips hefur ekkert breyst,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja Holding í tilkynningunni.

Er viðskipti Samherja Holding með hlut í Eimskip voru tilkynnt fyrr í mánuðinum sagði að tilgangur kaupanna væri fyrst og fremst að sýna þá trú sem Samherji hefði á rekstri Eimskips.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×