Samherji óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu vegna fordæmalausra aðstæðna Andri Eysteinsson skrifar 20. mars 2020 18:47 Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum. Sjá einnig: Samherji nú með yfirtökuskyldu í Eimskip. Gengið var frá kaupum Samherja Holding á 3,05% hluta í Eimskip 10. Mars síðastliðinn og átti félagið því 30,11% heildarhlut í Eimskip. Líkt og áskilið er í lögum var Samherja því skylt að senda öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Heimild er í lögum fyrir því að veita undanþágu vegna sérstakra aðstæðna. Í tilkynningu frá Samherja í dag kemur fram að Samherji Holding hafi sent fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem óskað er eftir undanþágu frá áðurnefndri yfirtökuskyldu. Vísar Samherji þar til fordæmalausra aðstæðna sem myndast hafi í efnahagskerfinu vegna kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Á örfáum dögum hefur allt efnahagsumhverfið breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Áhrifin eru afar víðtæk og keðjuverkandi á fjármálamarkaði og á efnahagslífið í heild sinni. Við teljum ekki skynsamlegt að tilboð um yfirtöku fari fram í skugga þess mikla umróts sem nú á sér stað. Við vonum öll að aðstæður verði heppilegri fyrr en síðar. Trú okkar á framtíð Eimskips hefur ekkert breyst,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja Holding í tilkynningunni. Er viðskipti Samherja Holding með hlut í Eimskip voru tilkynnt fyrr í mánuðinum sagði að tilgangur kaupanna væri fyrst og fremst að sýna þá trú sem Samherji hefði á rekstri Eimskips. Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum. Sjá einnig: Samherji nú með yfirtökuskyldu í Eimskip. Gengið var frá kaupum Samherja Holding á 3,05% hluta í Eimskip 10. Mars síðastliðinn og átti félagið því 30,11% heildarhlut í Eimskip. Líkt og áskilið er í lögum var Samherja því skylt að senda öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Heimild er í lögum fyrir því að veita undanþágu vegna sérstakra aðstæðna. Í tilkynningu frá Samherja í dag kemur fram að Samherji Holding hafi sent fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem óskað er eftir undanþágu frá áðurnefndri yfirtökuskyldu. Vísar Samherji þar til fordæmalausra aðstæðna sem myndast hafi í efnahagskerfinu vegna kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Á örfáum dögum hefur allt efnahagsumhverfið breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Áhrifin eru afar víðtæk og keðjuverkandi á fjármálamarkaði og á efnahagslífið í heild sinni. Við teljum ekki skynsamlegt að tilboð um yfirtöku fari fram í skugga þess mikla umróts sem nú á sér stað. Við vonum öll að aðstæður verði heppilegri fyrr en síðar. Trú okkar á framtíð Eimskips hefur ekkert breyst,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja Holding í tilkynningunni. Er viðskipti Samherja Holding með hlut í Eimskip voru tilkynnt fyrr í mánuðinum sagði að tilgangur kaupanna væri fyrst og fremst að sýna þá trú sem Samherji hefði á rekstri Eimskips.
Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira