Viðskipti innlent

Thelma Kristín ráðin verk­efnis­stjóri Jafn­vægis­vogar FKA

Atli Ísleifsson skrifar
Thelma Kristín Kvaran.
Thelma Kristín Kvaran. FKA

Thelma Kristín Kvaran hefur verið ráðin verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA.

Í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu segir að Thelma Kristín sé starfandi stjórnendaráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Intellecta og hafi umtalsverða reynslu á sviði stjórnunar. Thelma er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

„Thelma Kristín mun vinna náið með stjórnendum í fyrirtækjum, sveitafélögum og stofnunum og þjónusta atvinnulífið í gegnum störf sín fyrir Jafnvægisvogina. Stjórnendur í íslensku samfélagi eru að takast á við áskoranir þar sem Jafnvægisvogin er þarft verkfæri og góð leið til að dýpka skilningi á jafnréttismálum og auðvelda atvinnulífinu að verða við þeim kröfum sem hið opinbera regluverk setur okkur í málaflokknum.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni sem unnið er í samstarfi við forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Árvakur og PiparTBWA. Tilgangur verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi og virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,84
124
28.141
MAREL
1,16
21
435.549
HAGA
0,62
3
5.134
ARION
0,35
1
172
EIM
0
1
68

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-4,64
7
48.303
VIS
-3,61
7
58.876
BRIM
-2,88
8
186.682
SYN
-2,4
15
17.369
REGINN
-2,35
7
16.180
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.