Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 15:40 Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. vísir/bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að sú ákvörðun að blása Íslandsmótið í körfubolta tímabilið 2019-20 af sé sú erfiðasta sem hann hefur tekið í sinni formannstíð. Stjórn KKÍ sendi í dag frá sér tilkynningu þess efnis að keppni á tímabilinu 2019-20 væri lokið og engir Íslandsmeistarar yrðu krýndir. Hannes ræddi þessa ákvörðun í Sportinu í dag. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. „Við erum með svo mikið af fólki, vinum okkar og félögum, hringinn í kringum landið. Strax eftir fundinn í dag tók ég erfiðustu símtölin. Ég byrjaði að hringja í formenn þeirra félaga sem vonuðust kannski eftir því að fara upp um deild eða sleppa við fall. Mér fannst mikilvægt að þeir heyrðu þetta beint frá mér en ekki lesa um þetta í tölvupósti. Fundurinn í dag var erfiður og símtölin líka.“ Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes hvort það hafi legið eitthvað á að taka þessa ákvörðun. „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það,“ sagði Hannes. „Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint,“ bætti formaðurinn við. Klippa: Sportið í dag: Erfitt að hætta keppni á Íslandsmótinu Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að sú ákvörðun að blása Íslandsmótið í körfubolta tímabilið 2019-20 af sé sú erfiðasta sem hann hefur tekið í sinni formannstíð. Stjórn KKÍ sendi í dag frá sér tilkynningu þess efnis að keppni á tímabilinu 2019-20 væri lokið og engir Íslandsmeistarar yrðu krýndir. Hannes ræddi þessa ákvörðun í Sportinu í dag. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. „Við erum með svo mikið af fólki, vinum okkar og félögum, hringinn í kringum landið. Strax eftir fundinn í dag tók ég erfiðustu símtölin. Ég byrjaði að hringja í formenn þeirra félaga sem vonuðust kannski eftir því að fara upp um deild eða sleppa við fall. Mér fannst mikilvægt að þeir heyrðu þetta beint frá mér en ekki lesa um þetta í tölvupósti. Fundurinn í dag var erfiður og símtölin líka.“ Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes hvort það hafi legið eitthvað á að taka þessa ákvörðun. „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það,“ sagði Hannes. „Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint,“ bætti formaðurinn við. Klippa: Sportið í dag: Erfitt að hætta keppni á Íslandsmótinu
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02