Þetta með traustið Henry Alexander Henrysson skrifar 27. desember 2020 15:00 Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar