Sjáðu Tiger Woods rifna úr stolti eftir örninn hjá ellefu ára syni sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 10:01 Tiger Woods fagnar hér stráknum sínum eftir að Charlie tryggði feðgunum örn á þriðju holu. AP/Phelan M. Ebenhack Tiger Woods og ellefu ára sonur hans Charlie urðu í sjöunda sæti á fyrsta golfmóti sínu saman um helgina. Það var ekki hægt að sjá eða heyra annað en að Tiger Woods hafi notið þess að spila með stráknum sínum á PNC Championship góðgerðamótinu um helgina. Tiger og Charlie Woods enduðu í sjöunda sæti (af tuttugu tveggja kylfinga liðum) og voru fimm höggum á eftir sigurvegurum mótsins sem voru Justin Thomas og faðir hans. Á þessu móti spila þekktir kylfingar með föður eða börnum sínum. Charlie Woods er samt langyngsti keppandinn í sögu mótsins. Justin Thomas er í þriðja sæti á heimslistanum en hann og faðir hans enduðu mótið á fimmtán höggum undir pari. Í öðru sæti og aðeins höggi á eftir voru Vijay Singh og sonur hans Qass. Tiger Woods and son Charlie finish seventh after 'special' weekend https://t.co/9DQDkTBxf9— Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2020 Augu marga voru hins vegar á Tiger og Charlie Woods enda margir forvitnir að sjá hvert að hinn ellefu ára gamli Charlie hefði erft eitthvað frá föður sínum. Það var einkum ein hola á fyrri deginum sem vakti mikla lukku ekki síst hjá Tiger Woods sjálfum. Charlie kláraði þá örninn á þriðju holu með laglegu höggi inn á flöt og svo með flotti pútti í framhaldinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tiger sérstaklega kátur og stoltur af syni sínum eftir að hann setti púttið sitt ofan í holu. 11-year-old Charlie Woods eagles the third hole at the @PNCChampionship for Team Woods. Amazing pic.twitter.com/SA8NwrK6dC— KUSI News (@KUSINews) December 19, 2020 Tiger Woods var líka mjög sáttur með alla helgina og það að hann gat spilað með stráknum sínum þrátt fyrir að vera sjálfur að glíma við bakmeiðsli. „Ég held að ég geti ekki fundið réttu orðin til að lýsa þessari tilfinningu. Bara það að við gátum upplifað þetta saman og búið til minningu sem mun endast alla ævi,“ sagði Tiger Woods. Charlie Woods hefur lært margt af föður sínum sem sást um helgina. Það var þannig mjög gaman að fagna þessum fugli eins og Tiger hefur gert svo oft. FIST PUMP CITY Charlie has learned a thing or two from his father. @PNCchampionship pic.twitter.com/9JOfGzS5pz— NBC Sports (@NBCSports) December 20, 2020 Hér fyrir neðan má einnig sjá fleiri svipmyndir frá Woods feðgunum frá helginni. A day they won't soon forget.Highlights from Tiger and Charlie Woods' 10-under 62 at the @PNCchampionship on Saturday. pic.twitter.com/r7GDNnPb3F— PGA TOUR (@PGATOUR) December 20, 2020 Golf Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira
Það var ekki hægt að sjá eða heyra annað en að Tiger Woods hafi notið þess að spila með stráknum sínum á PNC Championship góðgerðamótinu um helgina. Tiger og Charlie Woods enduðu í sjöunda sæti (af tuttugu tveggja kylfinga liðum) og voru fimm höggum á eftir sigurvegurum mótsins sem voru Justin Thomas og faðir hans. Á þessu móti spila þekktir kylfingar með föður eða börnum sínum. Charlie Woods er samt langyngsti keppandinn í sögu mótsins. Justin Thomas er í þriðja sæti á heimslistanum en hann og faðir hans enduðu mótið á fimmtán höggum undir pari. Í öðru sæti og aðeins höggi á eftir voru Vijay Singh og sonur hans Qass. Tiger Woods and son Charlie finish seventh after 'special' weekend https://t.co/9DQDkTBxf9— Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2020 Augu marga voru hins vegar á Tiger og Charlie Woods enda margir forvitnir að sjá hvert að hinn ellefu ára gamli Charlie hefði erft eitthvað frá föður sínum. Það var einkum ein hola á fyrri deginum sem vakti mikla lukku ekki síst hjá Tiger Woods sjálfum. Charlie kláraði þá örninn á þriðju holu með laglegu höggi inn á flöt og svo með flotti pútti í framhaldinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tiger sérstaklega kátur og stoltur af syni sínum eftir að hann setti púttið sitt ofan í holu. 11-year-old Charlie Woods eagles the third hole at the @PNCChampionship for Team Woods. Amazing pic.twitter.com/SA8NwrK6dC— KUSI News (@KUSINews) December 19, 2020 Tiger Woods var líka mjög sáttur með alla helgina og það að hann gat spilað með stráknum sínum þrátt fyrir að vera sjálfur að glíma við bakmeiðsli. „Ég held að ég geti ekki fundið réttu orðin til að lýsa þessari tilfinningu. Bara það að við gátum upplifað þetta saman og búið til minningu sem mun endast alla ævi,“ sagði Tiger Woods. Charlie Woods hefur lært margt af föður sínum sem sást um helgina. Það var þannig mjög gaman að fagna þessum fugli eins og Tiger hefur gert svo oft. FIST PUMP CITY Charlie has learned a thing or two from his father. @PNCchampionship pic.twitter.com/9JOfGzS5pz— NBC Sports (@NBCSports) December 20, 2020 Hér fyrir neðan má einnig sjá fleiri svipmyndir frá Woods feðgunum frá helginni. A day they won't soon forget.Highlights from Tiger and Charlie Woods' 10-under 62 at the @PNCchampionship on Saturday. pic.twitter.com/r7GDNnPb3F— PGA TOUR (@PGATOUR) December 20, 2020
Golf Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira