Þrautraunir konu á stefnumótaforritum Jónína Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2020 09:00 Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Ástin og lífið Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar