Þrautraunir konu á stefnumótaforritum Jónína Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2020 09:00 Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Ástin og lífið Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun