Viðskipti innlent

Upp­sagnir 68 flug­manna Icelandair taka gildi um ára­mótin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flugmenn Icelandair munu ná að manna tvær til fimm flugvélar eftir að uppsagnir ganga í gegn um áramót.
Flugmenn Icelandair munu ná að manna tvær til fimm flugvélar eftir að uppsagnir ganga í gegn um áramót. Vísir/Vilhelm

Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is.

Þrátt fyrir að 68 flugmenn láti af störfum um áramót gerir flugfélagið ráð fyrir að framboðið verði 25 til 30 prósentum minna en árið 2019, en þá störfuðu 562 flugmenn hjá félaginu. Verður því erfitt fyrir félagið að fylgja þeim áætlunum eftir með aðeins 71 flugmann á launaskrá.

Félagið mun með flugmönnunum ná að manna tvær til fimm farþegaþotur að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, en hann ræddi málið við Túrista í síðustu viku. Þá teljast þeir flugmenn sem sinna fraktflugi ekki með í þann útreikning.


Tengdar fréttir

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftir­spurn eykst

Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
3,68
39
799.319
REGINN
1,84
16
505.526
BRIM
1,75
3
26.943
ORIGO
1,38
7
18.709
ICESEA
1,24
28
377.891

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,1
64
132.896
ARION
-1,6
48
1.182.045
HAGA
-0,68
13
813.564
MAREL
-0,56
28
217.501
LEQ
-0,28
1
304
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.