Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 16:22 Flugáætlun Icelandair var skorin verulega niður í ljósi áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira