Viðskipti erlent

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Atli Ísleifsson skrifar
Vél af gerðinni Boeing 737-800 Max.
Vél af gerðinni Boeing 737-800 Max. Getty

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Flugmálayfirvöld í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa veitt heimild til notkunar flugvélanna eftir umfangsmikla yfirferð.

Fyrsta Boeing 737 Max vélin til að taka á loft á ný í áætlunarflugi fór frá São Paulo í Brasilíu og til borgarinnar Porto Alegre í dag, að því er fram kemur í frétt BBC. AFP segir frá því að vélin hafi lent heilu og höldnu. 

Gol hafði áður tilkynnt að 140 flugmenn félagsins hafi gengist undir þjálfun á hinum uppfærðu Max-vélum. Gol er stærsta flugfélagið til að sinna innanlandsflugi í Brasilíu og er með sjö Max-vélar í sínum flota. Stendur til að nota vélarnar á 27 flugleiðum í Brasilíu.

Talið er að Flugöryggisstofnun Evrópu muni aflétta banni á notkun Max-vélanna í Evrópu í janúar.

Icelandair tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu.


Tengdar fréttir

Ry­anair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar

Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×