Erlent

Rithöfundurinn John le Carré er látinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Le Carré árið 2007.
Le Carré árið 2007. epa/Guido Manuilo

Spennusagnahöfundurinn John le Carré er látinn. Hann var 89 ára.

Að sögn umboðsmanns le Carré lést rithöfundurinn af völdum lungnabólgu.

Jonny Geller, framkvæmdastjóri Curtis Brown Group, sagði le Carré „óumdeildan risa breskra bókmennta“ og einn helsta rithöfund kalda stríðsins og óhræddan gagnrýnanda valdsins.

„Við munum ekki sjá annan hans líka,“ sagði Geller við BBC.

Le Carré skrifaði meðal annars fjölda bóka sem voru kvikmyndaðar, til dæmis The Looking Glass War, The Night Manager, The Tailor of Panama, The Constant Gardener og Tinker, Tailor, Soldier, Spy.

John le Carré fæddist 19. október 1931 og var nefndur David John Moore Cornwell. Á löngum ferli starfaði hann bæði fyrir MI5 og MI6. Hann sló fyrst í gegn sem rithöfundur þegar bókin The Spy Who Came in from the Cold kom út árið 1963.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.